Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 63
JÐUNN Stephan G. Stephansson. 317 Lítilmagnans morgunroöi? Fót-troðinna friöarboöi?11 En hann mat einnig þá, sem enginn stormgnýr stend- ur af, en vinna þó að sigri góðs máls. Hann vissi, að þeirra starf er jafnt að eðli, jafnt að göfgi starfi hinna, sem Iáta hásæti riða og konunga krjúpa: „En alt af getur góöa menn, og guðspjöll eru sltrifuö enn. Hvert líf er jafnt aö eðli og ætt, sem eitthvað hefir veröld bætt“. Þetta erindi, sem sýnir mat hans á manngildinu, sýnir einnig, að það er skoðun hans, að lífið sé þó þrátt fyrir alt að batna. Hann hefir þá litið svo á, að mönn- um væru að aukast vaxtarskilyrði — því að í hans augum var það að vaxa, gróa, hin eina sæla á jörðu „Sæla reynast sönn á storð sú mun ein að gróa“. Hvæði Stephans bera þess vott, að þessi bjartsýni hans er ekki Iágu verði keypt, á ekki rót sína í sjálfs- blekking eða lygum. Hann falsaði ekki verðmæti. Hann horfðist beint í augu við allar ógnir lífsins og kann- aðist við það, að vér vissum ekkert um, hvað við tæki. En illfært er að hugsa sér, að hann hefði megnað að berjast svo sem hann barðist gegn allskonar ranglæti, hræsni og lygum, ef hann hefði ekki séð, að mennirnir þokuðust, þrátt fyrir alla afturkippina og víxlsporin, að því takmarki, sem hann veit fegurst. I snildarkvæðinu »Kveld« sjáum vér kann ske glöggar en í nokkru öðru kvæði, hvað hann þráir mönnunum til handa, hve sárt hann tekur til þeirra, hve gagnrýni hans, hreinskilni og sannleiksást er sterk — og hve óendanlega varfær- inn, bljúgur og því nær sorgblíður hann er, þegar hann

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.