Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 80
334 Biblía stjórnmálamanna. IÐUNN um visar ófarir. Sé hann aftur á móti sterkur og geti beitt valdi, tapar hann sjaldan. Því er það, að allir vopnaðir spámenn vinna en þeir, sem vopnlausir eru, bíða ósigur. — — — — Lýðurinn er að náttúrufari hverflyndur. Það er auðvelt að sannfæra hann, en örðugt að halda hon- um föstum í rásinni. Bezt er því að koma öllu þannig fyrir, að þegar sá tími kemur, að múgurinn hættir að trúa af frjálsum vilja, þá sé hægt að kúga hann til hollustu. — — Um réttlæti og siðgæði skrifar Machiavelli: Látir þú réttlætið ráða athöfnum þínum í öllu, verður þú troðinn undir af fjöldanum, sem ekki fylgir sömu meginreglum. Þjóðhöfðingi, sem hefir völd sín kær, má ekki þræða einstrengingslega braut réttlætisins, nema sérlega hliðhollar aðstæður leyfi honum það. — — — — Sértu neyddur til að beitta ó.rétti, þá gerðu það fljótt og hiklaust, svo múgurinn fái ekki tíma til að átta sig og hneykslast á beisku bragði rangsleitninnar. En góðverkin skaltu mæla í smáskömtum, svo fólkið fái tíma til að finna bragðið að þeim. — — — — Mjög er það æskilegt, að valdhafinn hafi alla góða kosti sameinaða. En mannleg náttúra er nú einu sinni svo, að hún getur hvorki átt allar dygðir né ávalt fylgt boðum siðgæðisins. Til að bæta þetta upp verður þú að vera hygginn, og ekki baka þér óorð með þess konar löstum, sem ræna þig völdunum. Vitanlega er rétt, að varast einnig aðra lesti, sem ekki eru tign þinni hættulegir beinlínis. En verði ekki undan þeim komist, þá er þó minna í húfi. — — — — Þegar vel er að gáð eru -til eiginleikar, sem eru í ætt við dygðir en leiða þó beint til glötunar, ef þú lætur blekkjast af þeim. Og til eru aðrir eiginleikar,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.