Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 80
334 Biblía stjórnmálamanna. IÐUNN um visar ófarir. Sé hann aftur á móti sterkur og geti beitt valdi, tapar hann sjaldan. Því er það, að allir vopnaðir spámenn vinna en þeir, sem vopnlausir eru, bíða ósigur. — — — — Lýðurinn er að náttúrufari hverflyndur. Það er auðvelt að sannfæra hann, en örðugt að halda hon- um föstum í rásinni. Bezt er því að koma öllu þannig fyrir, að þegar sá tími kemur, að múgurinn hættir að trúa af frjálsum vilja, þá sé hægt að kúga hann til hollustu. — — Um réttlæti og siðgæði skrifar Machiavelli: Látir þú réttlætið ráða athöfnum þínum í öllu, verður þú troðinn undir af fjöldanum, sem ekki fylgir sömu meginreglum. Þjóðhöfðingi, sem hefir völd sín kær, má ekki þræða einstrengingslega braut réttlætisins, nema sérlega hliðhollar aðstæður leyfi honum það. — — — — Sértu neyddur til að beitta ó.rétti, þá gerðu það fljótt og hiklaust, svo múgurinn fái ekki tíma til að átta sig og hneykslast á beisku bragði rangsleitninnar. En góðverkin skaltu mæla í smáskömtum, svo fólkið fái tíma til að finna bragðið að þeim. — — — — Mjög er það æskilegt, að valdhafinn hafi alla góða kosti sameinaða. En mannleg náttúra er nú einu sinni svo, að hún getur hvorki átt allar dygðir né ávalt fylgt boðum siðgæðisins. Til að bæta þetta upp verður þú að vera hygginn, og ekki baka þér óorð með þess konar löstum, sem ræna þig völdunum. Vitanlega er rétt, að varast einnig aðra lesti, sem ekki eru tign þinni hættulegir beinlínis. En verði ekki undan þeim komist, þá er þó minna í húfi. — — — — Þegar vel er að gáð eru -til eiginleikar, sem eru í ætt við dygðir en leiða þó beint til glötunar, ef þú lætur blekkjast af þeim. Og til eru aðrir eiginleikar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.