Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 6
IÐUNN
Alþingishátíðin 1930.
[Ritgerð sú, er hér fer á eftir, er samhljóða að efni erindi því,
sem höf. flutti um þefta má! bæði í Reykjavík og víðar. Að vísu er
sumstaðar nokkuð kvikað frá upphaflegu orðalagi og áherzlum, en
þó að eins í samræmi við nánari athugun og ríkari reynslu en áður.J
Allir hafa verið börn og vita því, hversu yndislegt
getur verið að hlakka til. Sennilega er flestum í fersku
minni fögnuður sá, er fylti hjörtun, þegar þeir í fyrsta
sinni áltu að fá að fara til kirkju eða í kaupstaðinn. Og
allir muna hina óumræðilegu eftirvæntingu í hvert sinn
er jólin nálguðust.
Á slíkum stundum varð öll tilveran alt í einu eins og
ný — og dásamlegri en nokkru sinni áður.
Heit voru strengd í hljóði og barnssálirnar ljómuðu
og hljómuðu af þúsundum fagurra fyrirheita. — Ósjálf-
ráð, en þó ákveðin, var tilfinningin fyrir því, hvert var
skilyrðið til þess að lifa hina stóru stund, öðlast ástgjöf
hins mikla atburðar. Skilyrðið var að eins eitt: að vera
gott barn. — En þetta eina skilyrði var þá líka svo
víðtækt, að vel mátti segja, að »ekkert væri fyrir utan
takmörk veldis þess«.
Enginn hefir slíka tilhlökkunarhæfileika sem hið sak-
lausa barn, en þó einkum sveitabarnið. Engin jarðnesk
vera virðist eins opin fyrir áhrifum hins mikla máttar
lífsins eins og það, engin teyga eins ákafiega í sál sína
eilífðargildi augnabliksins.
Og hvers vegna? Vafalaust vegna þess, hve heit er
löngun þess til að verða stórt. — Enginn getur hlakkað
til, nema sá, sem er á þroskaleið. Hin innilega eftir-