Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 9
'íÐUNN Alþingishálíöin 1930. 203 1il að hrisla af sér ok tíðarandans. Margir eru þeir, sem þrá að verða betri og heilli, sem þrá mildari átök og meiri drengskap, — hreinna loft og heiðari himin. Margir eru þeir, sem þrá npja sigra í sannleikans þjón- ustii. í raun og veru er það þetta, sem öll þjóð vor þrár, í instu fylgsnum hjarta síns. En þjóðin þarf að vakna, — vakna til fullrar vitundar nm þessa þrá sína. Og hún þarf helzt að verða alvöknuð árið 1930. Treysta þarf trú manna á, að slík vakning geti átt sér stað og skýra fyrir þeim óumflýjanlega nauðsyn hennar. — Því að aum er trú sumra íslendinga á mátt siðbætandi hugsjóna enn sem komið er. Nýlega heyrði ég á tal tveggja manna, og var rætt um stjórnmálalífið. Annar kvartaði undan spillingu þess og ófarsæld þeirri, er af henni leiðir, og æskti umbóta sem fyrst. Hinn lét lítið yfir og kvað siðbót óhugsandi á því sviði, enda væri hér um lítilfjörlegan barnaleik að ræða hjá því, sem víða væri um heim. Taldi hann svo ýms dæmi erlendrar stjórnmálaspillingar, sínu máli til sanns. Undarlega má þeim mönnum vera farið, sem á þessa leið hugsa. Undarleg er sú skoðun, að hverskonar óheilindi eigi rétt á sér í íslenzku þjóðlífi, ef að eins fordæmi finnast einhverstaðar í veröldinni. Vér Islendingar eigum við meiri fæð að búa og jafn- vel smæð í sumum efnum, en flestar aðrar þjóðir. Oss er því mikil þörf á að sundra eigi kröftum vorum að nauðsynjalausu, né eyða þeim í dekur við erlenda ómenningu. Oss þarf að verða enn betur ljóst, hversu skamt hlutverki voru er komið. Alt það bezta er eftir. Stjórnarskráin 1874, fullveldið 1918 o. s. frv. eru ein- ungis fallegir minnisvarðar á hinum mikla áfanga — en engin endamörk. Það eru að eins leiðarljós, sem eiga að knýja oss fram til nýrra og stærri dáða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.