Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 14
208
Alþingishátíðin 1930.
IÐUNN
hugsjóna, sem í afmælisfögnuði hennar eiga að felast.
Slíkt tákn mætti bezt birtast í fögru listaverki, gerðu af
íslenzkum meistara.
Ef nægur væri tími til stefnu, hefði vafalaust verið
heppilegast að stofna til samkepni með íslenzkum lista-
mönnum um smíði þessa listaverks, eins og gert verður
um ljóð og söng til hátíðahaldanna. En nú er naumast
því að heilsa, að á slíkt sé hættandi, enda er það líka
svo, að einn er sá snillingur, sem hér ber höfuð og
herðar yfir alla aðra í myndhöggvaralist — að minsta
kosti enn sem komið er. Þarf í rauninni ekki að segja
að það er Einar Jónsson Galtafells. Mætti undarlegt
heita, ef þjóð, sem á slíkan son, hefði engan hug á að
notfæra sér list hans í tilefni af svo einsiökum atburði.
Það myndi hver önnur þjóð í heimi gera og miklast af.
Upphaflega bjó mér í huga ákveðin mynd um gerð
listaverks þessa, en við nánari vitneskju hvarf ég þegar
aftur frá þeirri hugmynd, með því líka að mér var ljóst,
hversu naumur tíminn er til athafna. Það vildi þá líka
svo aðdáanlega vel til, að í safni Einars Jónssonar er
til fullbúið listaverk, sem fáanlegt myndi í þessu skyni
og samsvarar fullkomlega tilgangi tillögu minnar, þótt
ekki sé það upphaflega gert í því augnamiði.
Listaverk þetta heitir »Lampinn« eða »FórnarIampinn«
og er eitt af Einars fegurstu. Dr. Guðm. Finnbogason
hefir lýst því svo: »A lampann eru mörkuð orð prédik-
arans: »Duftið hverfur til jarðarinnar, þar sem það áður
var, en andinn fer til guðs, sem gaf hann«. Þetta er í
myndinni táknað svo, að hestur fellur undir særðum
riddara og hnígur í sína ætt, en engill með sigurmark
krossins í hendi Iyftir riddaranum af í fallinu. Hann
heldur sverðinu á loft til merkis um, að baráttan heldur
áfram í æðra heimi. Hinar stígandi línur í líkama engilsins