Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 15
íDUNN
Alþingishátíðin 1930.
209
og mannsins í mótsetningu við falllínu hestsins tákna
vel hið gagnstæða eðli andans og holdsins. En hinn
íafnvægi lampi, þar sem ljósið kemur fram við samein-
ingu efnanna, er sjálfur eðlileg og fögur ímynd lífsins*.
Þetta er þá fáorð lýsing á listaverki því, er ég ætlast
til að varðveitt verði á Þingvöllum til minningar um
Alþingishátíðina á ókomnum öldum. Vfir það skyldi svo
reist lítið en fagurt musteri, og yrði það bygt eftir fyrir-
mælum Einars, svo fult samræmi fengist í anda og útlit
hvorstveggja.
Þetta litla musteri á svo að verða helgidómur hinnar
íslenzku þjóðar, þar sem börn landsins færi hugsjónum
sínum fórnir. Hljóð og hátíðleg eiga þau að hverfa
þangað inn, hyggja þar í kyrþey að marki lífsins og
mun þá lampinn sá hinn fagri bregða ljósi nokkru yfir
þeirra instu þrár. — Skulu þau svo skilja þar eftir fórnir
sínar: ofurlítinn hluta af ávöxtum iðju sinnar í gulli
eða gullgildi.
Aldrei skal uppskátt látið hve hárri upphæð hver
einstaklingur fórnar. Sé það eilíft leyndarmál þeirra
hugsjóna, er fórnirnar knýja fram. Þarna yrði svo einnig
veitt viðtaka nafnlausum gjöfum hvarvetna af landinu,
frá þeim, er ekki ættu þess kost að sækja sjálfir staðinn.
En ef erlendir þjóðvinir kysu að eignast hlut í fjársöfnun
þessari, skyldi þeirra þátttaka verða með opinberum hætti.
Af fórnum þessum eða gjöfum myndi svo skjótt skap-
ast sjóður, — Þúsundárasjóðurinn. Hve mikið safnaðist
í þann sjóð færi að vísu mikið eftir þjóðarhagnum á
þeim og þeim tíma. En þó yrði hann sífelt hinn örugg-
asti mælikvarði á fórnarlund og hugsjónamátt kynslóð-
anna. Myndi það með tímanum verða talin hin óbæri-
legasta hneysa að lenda mjög lágt á þeim mælikvarða.
Musterið skyldi vígja á Alþingisafmælinu 1930 og