Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 20
214
Alþingishátíðin 1930.
IÐUNN:
kostur þeirra um fram allan almennan klæðaburð, að
við þá eru tengdar sérstakar hugsjónir. Þeir gera meir
en það eitt að skýla líkamlegri nekt, því við þá er tengt
hulið samband blóðskyldra kynslóða öld fram af öld. —
Sé þjóðbúningur lítils verður, þá er þjóðfáni það engu
síður. Gildi beggja liggur í hinu sama: langsærri með-
vitund um sameiginlegt og þó sérstakt þjóðerni.
Ungur, ágætur listamaður, Tryggvi Magnússon, hefir
gerst forystumaður þessa máls og skýrt gildi þess fyrir
þjóðinni. En töluvert þung andúð vinnur á móti. Meðal
annars hefir vesalingur einn, sem kjörinn hefir verið
hirðfífl reykvízkrar skrílslundar, verið látinn bera bún-
inginn um borgarstræti á sunnudögum. Hefir víst það
bragð reynst áhrifaríkt gagnvart þeim, sem að hálfu eru
háðir oddborgaraskap. — Einnig hefir sú staðhæfing sést,
að litklæðin væru ekki fremur þjóðbúningur íslendinga
en annara þjóða. Samt sem áður er víst, að íslending-
ar báru Iitklæði þremur öldum lengur en nokkur önnur
þjóð.
Að vísu mega íslenzkir karlar vel harma það stóra
skarð, sem höggvist hefir í tilveru þjóðbúnings þeirra.
Við því getur þó núlifandi kynslóð ekki gert. En hins
er hún máttug, að gera tilraun til endurfæðingar hans
og viðhalds í næstu þúsund ár. Að minsta kosti ætti
hann að ná hefð sem viðhafnar- og hátíðabúningur, og
er slíkt hið sama að segja um þjóðbúninga kvenna,
upphlutinn þó sérstaklega.
Það verður mjög svo hentugur prófsteinn á viðnáms-
þrótt íslenzkrar sjálfstæðislundar, hversu til tekst um Iit-
klæðaburðinn. Ef öll þjóðin óskift ætti mannlund til að
bera sinn sérkjörna búning á hátíðinni 1930, þyrftu hinir
erlendu gestir ekki að spyrjast fyrir um það, hverjir
væru íslendingarnir meðal þingheims.