Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Qupperneq 26
220
Alþingishátíðin 1930.
IÐUNNE
blíðu og stríðu, í nálega 9 aldir. Vegna óþægilegra or-
saka var það endurreist í Revkjavík og hefir verið háð
þar síðustu 8 áratugina rúmlega.
Tíu sinnum lengri tími rökfestir því það réttlæti, að
Þingvöllum verði á þúsund ára afmælinu skilað því aftur,
sem vegna sárrar neyðar var eitt sinn frá þeim tekið.
VII.
Búast má við, að margt það, sem nú hefir sagt verið,
verði talið einkisvert hugsjónaglamur. Til er, að litið sé
á hugsjónir nú á dögum sem úrelt fyrirbrigði í lífs-
baráttunni. —
En hvert orð hefi ég þó mælt í blákaldri alvöru, en
ekki í því skyni »að segja eitthvað«.
Vænta má einnig þeirrar staðhæfingar, sem mjög er
í tízku með vorri vísu kynslóð og hljóðar þannig: „Þetta
vita a!lir“. — Rétt er það, að hér er engin ný speki
flutt. Ég veit sennilega minna miklu en flestir aðrir.
Mannkynið yfir höfuð veit ósköpin öll á þessari öld. En
ekki er einhlítt að vita. Þekking er í sjálfu sér lítils
virði, ef hún tendrar ekki þann neista lífs, sem veitir
mönnunum meira ljós.
Það er t. d. ekki nóg að vita að hátíð skal halda á
Þingvöllum árið 1930.
Ekki er heldur nóg að vita að aldarfar er sjúkt og
þingræði spilt. Að uppeldi þjóðar er vanrækt og and-
legir kraftar hennar »settir á guð og gaddinn.«
Krefjast verður þess einnig, að fórnað sé, Iæknað,
endurbætt — og undirbúið. Því að vita er ekki hið
sama og að vera.
Það, sem hér hefir sagt verið í ádeiluátt, er ekki
miðað við neinn sérstakan flokk, stétt eða stefnu. Það