Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 32
226
Hneyksliö.
IÐUNÍC
Gunnfríður, ég elska yður, meira en ég get lýst, meira
en ég get valdið, elska yður svo heitt, að mér hefir
fundist öll þessi kvöld eins og ég stæði í brennandi elds-
logum. Þér hljótið að hafa séð það sjálf. — Og nú get
ég ekki meira, — ekki kent yður meira sund, fyr en
ég veit eitthvað, fyr en ég veit hvort — —«.
Gunnfríður var nú alklædd. Sundfötin hennar lágu
rennvot þarna í grasinu. Hún greip til þeirra og vings-
aði þeim til, eins og væri hún þess albúin að sletta
votu höggi á vanga sundkennarans. En hún stilti sig á
flugstiginu, mintist þess skyndilega, hvað hún átti honum
að þakka, og þykkjusvipur hennar snerist í sólskin
yndisþokkans, og það fór henni betur.
/ /
»Eg á yður mikið að þakka«, sagði hún. »Ég get
ekki launað yður það eins og vert er. En ég á þrjár
kindur og ég á rauðan hest, bæði fjörugan og fleygi-
vakran. Ég vil láta yður fá bæði kindurnar og hestinn,
það skuluð þér fá. — Svo á ég kött, gulbröndóttan kött,
hann skuluð þér fá líka«.
»Nei, kött. — Ég hefi ekki vitundarögn með köttinn
að gera — það hefi ég ekki. Og ég vil ekki heldur
kindurnar eða hestinn — það vil ég ekki. — Ungfrú.
Gunnfríður, ég elska yður«.
»]á, það hittist ljómandi vel á, — væri alveg ágætt,
á ég við, ef, — ef ég elskaði yður. — En. — Jæja,
góða nótt!«
»Góða nótt!« — —
Tvö árin næstu féll niður sundkenslan í Höfðalaug. Jör-
undur sundkennari gaf ekki kost á sér og vegna daufrar
framtakssemi hreppsbúa varð ekki af því, að annar væri
ráðinn í hans stað. Fáir notuðu því laugina, nema Gunn-
fríður, sem »djöflaðist þar alla daga«, eins og ýmsir
amalyndir iðjumenn komust að orði. En það orð lagðist