Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 40
234
Hneykslið.
IÐUNN
hremmir, verður engrar undankomu auðið. En sá hinn
sami mun heldur ekki æskja neinnar undankomu«.
»Þér haldið það!«
»Eg veit það. Það er eins og hver sjái sjálfan sig. —
Þér fáið annars að sjá þessa margnefndu á sunnudaginn
annan en kemur. Þá stendur til að halda prestinum
skilnaðarsamsæti hér í mínu eigin húsi. — En eftir á
að hyggja: líklega kemur Fríða ekki«.
»Og ekki er nú ungfrúin vön að sitja sig úr færi, þar
sem von er á dansi«, sagði Helga.
»Mér þætti líklegt að hún kæmi«, sagði Þorsteinn.
»Ekki á hún neina sök á hopi prests af hólminum. Og
komi hún ekki, þá gefur hún þessum bónorðskvitti byr
undir vængi, og það væri ekki henni líkt að vilja auka
vandræðin«.
»Ég get ekki neitað því, að mér er orðin töluverð
forvitni á að sjá heimasætuna á Höfða eftir þessar
upplýsingar«, sagði Hjörtur. »En mjög grunar mig það,
að þér séuð vilhallur ungfrúnni*.
»Þér skuluð komast að raun um, að ég hefi sízt
ofrnælt*, sagði Þorsteinn. »Annars get ég nú, til bráða-
birgða, sýnt yður mynd af Gunnfríði; en gallinn er sá,
að myndin gefur enga hugmynd um vöxtinn og hreyf-
ingarnar. — Verði ykkur að góðu!«
Þorsteinn gamli fylgdi Hirti inn í gestastofuna og
benti honum á mynd Gunnfríðar, er stóð þar í silfur-
umgjörð á hornborði. Karlinn sá ekki hálfa sjón, því
móða var á gleraugunum, annars hefði hann verið vís
til að bregða áhorfanda um það, að hann væri sýnilega
snortinn.
»Hversu lízt yður konan?«
»Sýnist vera frjálsmannleg stúlka*.
»Gullsatt var orðið! — Fögur stúlka og frjálsmannleg*.