Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 40
234 Hneykslið. IÐUNN hremmir, verður engrar undankomu auðið. En sá hinn sami mun heldur ekki æskja neinnar undankomu«. »Þér haldið það!« »Eg veit það. Það er eins og hver sjái sjálfan sig. — Þér fáið annars að sjá þessa margnefndu á sunnudaginn annan en kemur. Þá stendur til að halda prestinum skilnaðarsamsæti hér í mínu eigin húsi. — En eftir á að hyggja: líklega kemur Fríða ekki«. »Og ekki er nú ungfrúin vön að sitja sig úr færi, þar sem von er á dansi«, sagði Helga. »Mér þætti líklegt að hún kæmi«, sagði Þorsteinn. »Ekki á hún neina sök á hopi prests af hólminum. Og komi hún ekki, þá gefur hún þessum bónorðskvitti byr undir vængi, og það væri ekki henni líkt að vilja auka vandræðin«. »Ég get ekki neitað því, að mér er orðin töluverð forvitni á að sjá heimasætuna á Höfða eftir þessar upplýsingar«, sagði Hjörtur. »En mjög grunar mig það, að þér séuð vilhallur ungfrúnni*. »Þér skuluð komast að raun um, að ég hefi sízt ofrnælt*, sagði Þorsteinn. »Annars get ég nú, til bráða- birgða, sýnt yður mynd af Gunnfríði; en gallinn er sá, að myndin gefur enga hugmynd um vöxtinn og hreyf- ingarnar. — Verði ykkur að góðu!« Þorsteinn gamli fylgdi Hirti inn í gestastofuna og benti honum á mynd Gunnfríðar, er stóð þar í silfur- umgjörð á hornborði. Karlinn sá ekki hálfa sjón, því móða var á gleraugunum, annars hefði hann verið vís til að bregða áhorfanda um það, að hann væri sýnilega snortinn. »Hversu lízt yður konan?« »Sýnist vera frjálsmannleg stúlka*. »Gullsatt var orðið! — Fögur stúlka og frjálsmannleg*.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.