Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 46
240
Hneykslið.
IÐUNN
Þegar lokið var upphafsdansinum, hóf Þorsteinn gamli
einskonar viðreisnarstarf; það var í því fólgið, að hann
talaði við menn og konur, ýmist einslega, ellegar tvent
og þrent í einu. Hann fræddi menn á því, að þau
Hjörtur og Gunnfríður hefðu trúlofast fyrir góðri viku,
þó ekki bæru þau hringa; nýr móður — hum, — mundu
hafa þekst áður. Undraðist, að fólk skyldi ekki þegar
hafa frétt þetta. Því »fer fiskisagan, en flýgur hvalsagan*,
sagði hann.
Menn létu þetta gott heita, brostu við, — andmæltu
engu; en öllum var það einkar ljóst, að karlinn var
að Ijúga.
En verst var það, að það sem Þorsteinn bygði upp í
þessu efni, reif konan hans niður jafnharðan, þó hægt
færi. —
Það var auðsætt, að hreinleiki fólksins hafði orðið
fyrir áfalli. Menn voru hálfgert utan við sig og það varð
eiginlega ekkert fjör í dansinum. Hann hélzt því skamma
stund og menn fóru að tínast burtu, drjúgum fyr en
venjulega, þegar þessháttar skemtun var á seyði.
Veður var kyrt og hlýtt, og þegar menn voru komnir
á hestbak, viðraðist allur þungi burt og hugir og tungur
losnuðu úr læðingi. Og meðan fólkið reið heim á leið
á þessari mildu sumarnóttu, bergmáluðu klettar og hamra-
belti hreppsendanna milli skríkjur og hvella hlátra, eða
þá hróp og háreysti í orðum, þegar menn voru að leið-
rétta hver annan í frásögnunum um atburðinn kátlega,
sem engan átti sinn líka landshorna milli, né heldur í
allri veraldarsögunni. —
Um haustið giftust þau Gunnfríður og Hjörtur og
sigldu þegar til útlanda; — hamingjusöm með afbrigð-
um, að því er bezt varð séð.
En þegar góðar mæður í Eyrarfirði tala hvað alvar-