Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 50
244 jóhannes Muller og höllin í Elmau. IÐUNN hátt, og er húmar loga stjörnur næturhiminsins eins og dýrðleg kertaljós niðri í djúpunum. Á hvoli í miðjum dalnum stendur mikil og reisuleg höll. Er hún nærri eina húsið á þessum stöðvum. Má einatt sjá hóp manna á vappi þar úti fyrir. Annars hvílir slíkur friður og ró yfir staðnum, að ókunnum myndi fyrst koma í hug, að hér hefði kaþólskir heimsflóttamenn tekið sér bclfestu, til þess — fjærri skarkala og ófriði veraldar — að leita friðar við guð sinn og eigin sál inni við brjóst háfjallanna. En þarna ræður húsum þýzkur maður, að nafni Jóhannes Muller. Hann er guðfræðingur, sem vakið hefir mikið öldurót í hugum margra með nýstárlegum kenningum sínum. Þarna heldur hann uppi sjálfstæðri prédikunarstarfsemi og ritar auk þess fjölda bóka, sem þýddar hafa verið á ýmsar tungur. Fregnir af honum hafa flogið um allan heim og hópar manna streyma til hans, svo varla rennur upp sá dagur, að einhverjir ferðalangar stigi ekki út úr járnbrautar- lestinni, sem nemur staðar við Klais, litla brautarstöð suður þar, og haldi fótgangandi til Elmau. í höll sinni talar hann oftast 2var—3var í viku hverri. Ávalt talar hann blaðalaust og óvenjulegri mælsku er hann gæddur. Andi hans er djúpur og öflgur og mál hans leiftrar af snillyrðum. Fyrirlestrar hans fjalla um trúmál, siðferðis- og upp- eldismál. Nýjan boðskap segist hann ekki flytja, heldur telur hann sig lærisvein meistarans frá Nazaret. En frumlegar þykja skýringar hans á kenningum meistarans, og mun ég leitast við að lýsa þeim að nokkuru, þótt erfitt verði í stuttri grein að gera það, svo vel sé. Hann lítur myrkum augum á ástand mannkynsins. Það er ofurselt allsherjar óskapnaði og bíður eftir nýrri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.