Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 50
244
jóhannes Muller og höllin í Elmau.
IÐUNN
hátt, og er húmar loga stjörnur næturhiminsins eins og
dýrðleg kertaljós niðri í djúpunum.
Á hvoli í miðjum dalnum stendur mikil og reisuleg
höll. Er hún nærri eina húsið á þessum stöðvum. Má
einatt sjá hóp manna á vappi þar úti fyrir. Annars hvílir
slíkur friður og ró yfir staðnum, að ókunnum myndi
fyrst koma í hug, að hér hefði kaþólskir heimsflóttamenn
tekið sér bclfestu, til þess — fjærri skarkala og ófriði
veraldar — að leita friðar við guð sinn og eigin sál
inni við brjóst háfjallanna.
En þarna ræður húsum þýzkur maður, að nafni
Jóhannes Muller. Hann er guðfræðingur, sem vakið
hefir mikið öldurót í hugum margra með nýstárlegum
kenningum sínum. Þarna heldur hann uppi sjálfstæðri
prédikunarstarfsemi og ritar auk þess fjölda bóka, sem
þýddar hafa verið á ýmsar tungur.
Fregnir af honum hafa flogið um allan heim og hópar
manna streyma til hans, svo varla rennur upp sá dagur,
að einhverjir ferðalangar stigi ekki út úr járnbrautar-
lestinni, sem nemur staðar við Klais, litla brautarstöð
suður þar, og haldi fótgangandi til Elmau.
í höll sinni talar hann oftast 2var—3var í viku hverri.
Ávalt talar hann blaðalaust og óvenjulegri mælsku er
hann gæddur. Andi hans er djúpur og öflgur og mál
hans leiftrar af snillyrðum.
Fyrirlestrar hans fjalla um trúmál, siðferðis- og upp-
eldismál. Nýjan boðskap segist hann ekki flytja, heldur
telur hann sig lærisvein meistarans frá Nazaret. En
frumlegar þykja skýringar hans á kenningum meistarans,
og mun ég leitast við að lýsa þeim að nokkuru, þótt
erfitt verði í stuttri grein að gera það, svo vel sé.
Hann lítur myrkum augum á ástand mannkynsins.
Það er ofurselt allsherjar óskapnaði og bíður eftir nýrri