Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 55
ÍÐUNN
]óhannes Miiller og höllin í Elmau.
249
erum. Vort eigið ég kemur fram á sjónarsviðið. Eftir
eigin hætti fer það að taka afstöðu til atburða þeirra,
er mæta oss, og leysa úr gátum þeim, er lífið leggur
fyrir oss. Þetta er byrjun hins æðsta lífs, opinberun hins
fullkomna sannleika.
Vér förum að lifa eins og börnin, ósjálfrátt, einfalt,
sjálfstætt. Nú er sem ein nýungin af annari falli oss í
fang, eitt undrunarefnið rekur annað. Þá sannfærumst
vér um, að guð kemur með fullkomnustum og dýrðleg-
ustum hætti til móts við oss í lífinu sjálfu. veruleikanum.
Alt þetta, sem tilheyrir hinum lifandi veruleika í oss,
yfir oss og umhverfis oss — alt þetta, sem ólgar og
streymir — alt þetta, sem niðar, hljómar og sveiflast —
alt eru það lífshræringar guðs, sem fyllir alheiminn,
ósýnilegir geislar guðlegrar miskunnar, hinn skapandi
frumkraftur, sem brýzt fram til að hefja mannkynið upp
og knýja það áfram að ætlunarmarki sínu.
Listin að lifa verður þá í því fólgin að opna sig fyrir
þessum guðlegu straumum, sem vella fram hvaðanæva,
að láta þeim óhikað í té leiðir gegnum sál sína.
Þá fer vort upprunalega eðli að koma í ljós. Vér
förum að lifa »persónulegu lífi«.
Með »persónulegu lífi« á dr. Múller ekki við neitt
sérvitringsháttalag eða upphugsaðan frumleik í orðum
eða athöfnum, heldur líf, sem ósjálfrátt og alveg milli-
Iiðalaust tekur frumræna afstöðu til allra hluta, sem á
vegi þess verða, og allra atburða, sem mæta því — líf,
sem stjórnast algerlega af hinni sönnu, upprunalegu
eðlisávísun.
Þeir, sem lifa persónulegu lífi, hlýða með Iotningar-
fullri undirgefni þeim boðum, er þeir fá gegnum dulin
djúp eigin sálar. Ekkert annað fær stjórnað gerðum
þeirra. Allar erfðavenjur, sem fara í bága við þessi boð,