Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 63
IÐUNN
Islenzk bókagerö.
257
ára í bókageymslunum — ef það þá liggur þar ekki um
aldur og æfi. Það er líka einstaklega fallegt að leggja
fé í að rækta bera mela eða fúamýrar kringum Vzta-
Fell, en komi féð ekki beinlínis eða óbeinlínis inn aftur,
hvað verður þá?
Við tölum um að það sé verðið á bókunum, sem sé
því til fyrirstöðu að bækur seljist. Fyrir fjöldamarga
hefir það auðvitað mikla þýðingu. Bókaútgefendur reikna
með þessu og setja verðið yfirleitt svo lágt, sem þeir
frekast sjá sér fært. Verðhækkunin á bókum er ekki
meiri en á öðrum vörum, og söluverðið er sett lægra,
í hlutfalli við tilkostnaðinn, en áður var. Þetta er hægt
að sanna með tölum, þó ég sleppi því nú. En það
merkilega er, að reynslan sýnir manni að verðið hafi
ekki svo mikla þýðingu. Vilji menn virkilega eiga ein-
hverja bók, þá kaupa þeir hana jafnt hvort hún kostar
krónunni meira eða minna. Eg nefni sem dæmi Nýja
sáttmála, eftir Sigurð Þórðarson; sú bók var alls ekki ódýr,
samanborið við verð margra annara bóka, 9V2 örk, 5
krónur. Af henni seldust 1500 eint. að heita mátti á
svipstundu, og eftir tæpt ár er hún komin út í 2. út-
gáfu. Aftur á móti er enn til margt af góðum bókum
með óbreyttu verði síðan fyrir stríð; ég nefni sem dæmi:
Bændaförin (sem J. S. ætti að kannast við) 1,50, Gísli
Brynjúlfsson 3,00, Ljós og skuggar eftir Jónas Jónasson,
3,50, Vornætur á Elgsheiðum 1,50, Smásögur Jóns
Trausta, hvort hefti 1,00, Benedikt Gröndal áttræður
1,00, Örvar-Odds drápa 1,50 o. s. frv. Alt eru þetta
ágætisbækur og þarna getur maður þó ekki sagt að
verðið sé hátt, og eru þó óseldar enn eftir ca. 20 ár
og sumar meira.
Mér þykir J. S. leika nokkuð frjálst með sannleikann
í sambandi við höfund einn, er hann nefnir. Fyrri útgef.