Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 71
IÐUNN íslenzk bókagerð. 265 orða það svo, að nauðsynin á bókum, sem K. A. talar með svo miklum fjálgleik um, fari minkandi. Eftir því sem séð verður, á ríkisforlagið ekki að fást við aðrar bækur en þær, sem fallnar eru til lesturs fyrir allan almenning, m. ö. o. þær bækur, sem auðveldast er að fást við fyrir bókaútgefendur. Kenslubækur, vísinda- bækur o. s. frv. koma þar varla til greina. Hve mikil- hæfur sem forstjórinn yrði, mundi hann aldrei geta látið 4 þús. kaupendur lesa Kenslubók í algebru eða Málfr. H. Br. strax og þær kæmu út. Vísindarit, sem ekki geta borið sig sjálf, kenslubækur, sem ekkert mega kosta, það verður eftirlátið bóksölunum. Hvernig hugsar K. A. sér samkepnina þá? Hvernig ætli að fátækum námspiltum félli það, að verða að kaupa bækur til náms síns fyrir 6—8 kr., sem væru þó ekki stærri en bækur ríkisforlagsins á 2 krónur? Próf. Halldór Hermannsson hefir andmælt þessari ríkisforlagshugmynd (í Lesb. Mbl. 6. maí þ. á.) og bendir þar á, að nær lægi að ríkið styrkti einhver viðurkend félög til bókaúfgáfu heldur en að það tæki sjálft bóka- útgáfu í sínar hendur. Þessi tillaga finst mér miklu rétt- mætari. Bókaútgefendur verða að einblína á það, hvort nokkur von sé til að peningarnir, sem lagðir eru í út- gáfu einhverrar bókar, komi inn aftur. Það geta oft komið fram þær bækur, sem nauðsyn er á að komist á prent, en engin von er um að beri sig, bæði vísindarit og skáldrit. Bókmentafélagið gæti fært dálítið út verk- svið sitt, gefið út meira af bókum og látið þær ganga eðlilegan bóksölugang, haldið áfram að Iáta félagsmenn fá eitthvað af bókum fyrir árstillag sitt, en vera ekki að demba í þá öllu, sem það gefur út, hvort sem þeir hafa nokkuð við það að gera eða ekki. Vísindafélagið virðist einnig til þess fallið að starfa að bókaútgáfu á sínu sviði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.