Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 73
SÐUNN
Listir og þjóðir.
Hver þjóð eignast þá listamenn
sem hún á skilið.
I.
Ekki þarf að blaða lengi í sögu þjóðanna lil þess að
sannfærast um, að þar sem öldur andans risu hæst, var
hinn listræni máttur lyftandi í djúpunum.
Það er engin tilviljun, að á gullöldum sínum var Kína
sannkölluð paradís lista, þar sem jafnvel hver bókstafur
var listaverk og nauðsynlegustu búsáhöld listsmíði. Kín-
verjar, Egyptar og Grikkir létu freistast til að skapa
guði sína og bygðu þeim musteri. Ástin til guðdómsins
og þráin eftir fegurð lyfti þeim úr steindysum í marmara-
hallir.
Sannarlega var það andi guðs, sem lyfti ítölskum lista-
mönnum 14. aldar svo hátt, að list þeirra fyrnist aldrei.
Gjörhygli og náttúruást norræna kynstofnsins ól hina
samvizkusömu list Niðurlanda-málaranna. — En eins og
ástin til guðdómsins og náttúrunnar lyfti þjóðum og
listum, eins hefir efnishyggjan og drotnunarstefnan ráðið
niðurlögum þeirra. Þungamiðjan hefir fluzt land úr
landi, álfu úr álfu, en altaf var ástæðan til hnignunar
ein og hin sama.
Ekki er Kína, Egyptaland eða Grikkland ófrjórra nú
en á dögum meistaranna, en þó er hin forna frægð
þessara landa ekki lengur til, nema á pappírnum og í
illa leiknum leifum frá forntíðinni. Markmið þessara
þjóða í dag er verzlun, tízka, Ameríkuiðnaður og vesælar
eftirlíkingar hinnar fornu listar.