Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 80
274
Lisfir og þjóðir.
IDUNN
sá, sem var brynjaður ódrepandi náttúrugáfu og hald-
góðri eðlisávísun. Undanfarnar aldir hafa verið þrotlaust
strit fyrir munn og maga. Greinilegt dæmi upp á aldar-
andann er þessi smásaga:
Unglingur nokkur hafði smíðað langspil og lært að
leika á það forkunnar vel. Hann kom með það til
kirkju á jóladag og lék á það við messu. Þá sagði.
ríkasti bóndi sveitarinnar: Fögur list mögur.
Það virðist mega álykta, að þjóðin — sem heild —
sé ekki enn þá þess meðvitandi, hverja þýðingu listin
hefir fyrir lífið og framtíðina. Þar með er ekki sagt, að
þeir fáu listamenn, sem hér starfa, séu illa haldnir,
heldur hitt, að starf þeirra kemur ekki að fullum notum
vegna þess, hve fáir þeir eru, sem finna hjá sér hvöt
til að hagnýta sér list þeirra eða yfir höfuð að hugsa
um, hvað sé þess vert að kallast list.
Fjöldinn kýs heldur að hrúga kringum sig fánýtu
verksmiðjurusli, sínu úr hverri áttinni, en að eignast
hluti, sem hafa listgildi. En það er betra að hafa auðan
vegg en illa skreyttan.
Hver, sem séð hefir gamlar eirkönnur og aska, getur
gengið úr skugga um, hvað okkar núverandi borðbúnaður
er vesaldarlegur. Hver, sem séð hefir fallega íslenzka
baðstofu, ætti að geta séð, hvað kassaherbergi með
skræpóttu veggfóðri er óvistlegt og ljótt. — Þetta er
ekki sagt til að gera menn óánægða með það, sem þeir
hafa, heldur til að vekja löngun til annars betra.
Dettur nokkrum í hug að halda því fram, að báru-
járns-húskassar með hálfrisum séu í samræmi við eðli
Islendinga eða listarinnar? Eða þá hitt, að fylla þessi
afbrigði tildursins með »kommóðum«, glerhundum og
glansmyndum? — Eða höfum við týnt eðli okkar og