Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 82
276
Listir og þjóðir.
IÐUNN
Ekki skal hér gerð tilraun til að ákveða, hvað sé
eðli Íslendinga eða hvar það sé að finna í list okkar.
Hver, sem hefir komið á Kjöl og skilur Eddurnar, hlýtur
að finna eiginlegt eðli íslenzkrar listar og sjálfan sig um
leið. — Hið norræna eðli — eingöngu í því liggur
framtíð okkar.
íslenzkum listamönnum hefir verið gefið það að sök,
að þeir séu ekki þjóðlegir. Asökun þessi er að mörgu
leyti rétt, en ekki að sama skapi réttmæt. Margur dæmir
þar án þess að hann viti hvað sé íslenzkt eðli, og í
öðru lagi er ekki nein sanngirni í að heimta að lista-
mennirnir séu þjóðlegir, á meðan þeir eru nær eingöngu
gestir hjá sinni eigin þjóð, eða þá útlagar beinlínis.
Þeir eru fáir, sem þola útlegðina; flestir villast inn á
fjarskyldar brautir og verða eftirlíkingasmiðir — eða
annað verra.
Það er óhætt að fullyrða, að ef Cézanne og Matisse
verða dýrðlingar á íslandi, þá er þjóðleg list útilokuð.
Við getum lært af Rómönum og skilið þá, en ekki
unnið í þeirra anda, — nema sem hermikrákur, — því
eins og áður er sagt, eru Rómanar og Qermanir and-
stæðir pólar, sem seint munu nálægjast hvor annan. —
Hin rómanska lína er bogin, og hjá þeim ræður efnið
andanum, en lína Germana er bein og andi þeirra
leitast við að stjórna efninu.
Guðmundur Einarsson
— frá Mtðdal. —