Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 85
IDUNN
Ástir Jónasar Hallgrímssonar.
279
Jónas bað Þóru hjá föður hennar, en hann var á móti
ráðahagnum. Líklega hefir það ráðið miklu um, að
Jónas var umkomulítill, fátækur piltur, sem ekki hafði lokið
skólanámi. — Síra Gunnar hafði Þóru fyrir ráðskonu.
Það er mín skoðun, sem hver getur ráðið hvort hann
vill aðhyllast eða ekki, að Jónas hafi ort kvæðið, þegar
hann var kominn heim, meðan alt var ferskt og áður
en tíminn sallaði nokkru minsta duftkorni yfir endur-
minninguna. Frá ástinni fékk hann gáfu sorgarinnar,
mundi Henrik Ibsen sagt hafa, og þá varð hann skáld.
»Ástarstjarna | yfir Hraundranga | skín á bak við ský«
— »hryggur þráir | sveinn í djúpum dali«. Hraundrangarnir
eru fyrir ofan Hraun, þar sem Jónas átti heima, og
Oxnadalurinn er djúpur. Á Steinsstöðum er kvæðið ort.
Það er gullvæg athugasemd við nafnið á kvæðinu aftast
í Bókmentafélagsútgáfunni frá 1883, að kvæðið hafi haft
þrjú nöfn: Fyrst »Ástin mín« — þá »Gömul saga« og
síðast »Ferðalok«. »Ástin mín« hefir það átt að heita í
upphafi, og það sýnir að kvæðið er gamalt. Jónas lá á
kvæðunum sínum framan af. Hann tekur það aftur upp
síðar, eftir að hann hafði fengið ást á annari konu, og
kallar það »Gömul saga«, og að síðustu skírir hann það
»Ferðalok«.
Aldrei sendir hann Þóru Gunnarsdóttur þetta kvæði.
Það mun hafa legið hjá honum árum saman og líklega
enginn séð það; það var ekki einungis hans leyndarmál,
heldur annarar manneskju, og henni skyldi hlífa. Loksins
kom það út í »Fjölni«, rétt áður en Jónas Hallgrímsson
dó. Kvæðið var lesið upp í veizlu á Norðurlandi, og
þegar upplesturinn er búinn, þá er prestskonan — Þóra
Gunnarsdóttir — lögðst upp í rúm og er öll böðuð í
tárum. Trúnaðarvinir hennar fóru að stumra yfir henni,
en hún barmaði sér sáran við þá á laun: »Ef ég hefði