Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 87
IDUNN
Ástir Jónasar Hallgrímssonar.
281
brjósti um Jónas, vegna þess að hún sá hve mikið hann
Ieið; og mun hún hafa talað máli hans við systur sína,
en það stoðaði ekki. Hin systirin var Guðrún, sem síðar
giftist Pétri Guðjohnsen í Reykjavík. Hún var um þetta
leyti 10—13 ára og sagði svo frá gömul, að hún hefði
haft mesta ógeð á augnaráði Jónasar, þegar hann var
að gefa systur hennar auga. Þessar yngri systur voru
önnur með, en hin á móti Jónasi. Hann talaði við frú
Margréti Knudsen sjálfa og bað hana að leggja til með
sér við Kristjönu, og hún gerði það, því hún kendi í
brjósti um hann fyrir það, hve mikið hann þjáðist, en
hún vann ekkert á dóttur sína. Það er, eftir því sem
nú verður komist næst, víst, að Jónas var Kristjönu svo
á móti skapi, að hún vildi ekki lofast honum.
Eftirsókn Jónasar eftir Kristjönu hefir líklegast byrjað
nokkru eftir að hann kom til Reykjavíkur eða veturinn
1830—31. Kunningjarnir erlendis hvöttu hann mjög til
að koma. Svo er að sjá, sem hann hefði getað farið
utan fyrr en hann gerði, skrifar Hannes Hafstein —
>en bæði var stúlka í Reykjavík, sem hann var ástfang-
inn af«. — Já það var stúlka í Reykjavík, og Jónas fór
ekki til Hafnar fyrr en sumarið 1832. Um líkt leyti mun
Kristjana hafa verið komin út í Vestmannaeyjar og gift-
ist þar Edvard Thomsen kaupmanni, 18 ára gömul,
þann 29. október 1832. Jónas fór ekki til Hafnar fyrr
en öll sund voru lokuð. Ef til vill hefir það verið æfinnar
þyngsta raun, að hann náði ekki ástum Kristjönu Knudsen.
Ferðavolk.
Jónas Hallgrímsson var um tíma að rannsaka brenni-
steinsnámurnar í Þingeyjarsýslu 1839, og beið þar eftir
félögum sínum frá Höfn, þeim Steenstrup og Schytte.