Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Qupperneq 88
282
Ástir ]ónasar Hallgrímssonar.
IÐUNN
Meðan hann beið þeirra, var hann að mestu í Reykjahlíð
hjá síra Jóni. Ut af veru hans þar spunnust ýmsar
ágizkanir um, að honum hefði litist vel á Hólmfríði
]ónsdóttur, sem þá var 16—17 ára heimasaeta í Reykja-
hlíð — eða henni á hann. Hún varð síðar prestskona á
Mælifelli í Skagafirði, gift síra Jóni Sveinssyni. Eftir
þeim eftirgrenslunum, sem gerðar hafa verið um það,
hefir það komið í Ijós, að það hafi ekkert verið annað,
en að frú Hólmfríður jafnan mintist Jónasar með vinsemd.
Þó það heyri ekki undir ástir Jónasar Hallgrímssonar,
þá verður að geta þess, að síðari veturna sem Jónas
var í Reykjavík, fékk gift kona hér í bænum, sem Þóra
hét, svo ákafa ást á honum, að hún elti hann á rönd-
um, eins og sagt er. Hún stóð fyrir utan gluggann hjá
honum til að sjá hann yfir þvert gluggatjaldið; hún elti
hann á götunni; þegar hann kom heim á kvöldin eða að
nóttu til, beið hún hans; hún sat þá eða lá á húströppunum.
Jónas tók sér þessa ofsókn nærri og neyíti allra bragða
til að losa sig undan ásókn Þóru, og sagt er jafnvel að
hann berði hana einu sinni. Borgari hér úr bænum
kom þar að, er Jónas var nýbúinn að berja Þóru til að
hafa hana af sér. »Þú tekur það ekki út með sældinni*,
sagði maðurinn. »Jú, það er það sælasta augnablik, sem
ég hefi lifað«, sagði hún, »því hann varð að taka á mér
með höndunum á meðan hann barði mig«. Þetta þótti
gömlum konum í bænum ekki einleikið. Þóra hafði
aldrei fengið neitt karlmannsorð á sig, hún var gift
kona og var áliiin skikkanleg kona síðar, þegar hún
komst úr þessari leiðslu. Þær fundu það upp, gömlu
konurnar, að Jónas, sem þekti mikið af leyndardómum
náttúrunnar, hefði gert seið til þess að snúa hjarta
Kristjönu Knudsen til sín; hún hefði komist hjá seiðnum,
en Þóra hefði orðið fyrir honum, og þarna fengu menn