Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 90
284
Ástir Jónasar Hallgrímssonar.
IÐUNN
ófarir sínar, eins og í vísunni: »Mér var þetta mátulegt, I
málti vel til haga, | hefði ég betur hana þekt | sem
harma ég alla daga«. Hvað það var, sem til mátti
haga, svo öðru vísi færi milli Kristjönu og hans, það
mun enginn vita nú, og erfitt er að geta sér þess til,
hvað það hefði getað verið. — Jónas segir það sjálfur,
hvers vegna hann getur ekki fest ást á nokkurri konu
eftir Kristjönu; það er af því, að »sólbjartar meyjar, | er
ég síðan leit, | allar á þig minna«.
Hann byrjar smátt og smátf að vanrækja sjálfan sig
og klæðaburðinn. Hann hneigist meir og meir til drykkjar,
sem getur verið afleiðing af erfiðum ferðalögum. Hann
hættir því nær að halda sér upp úr og vill að síðustu
ekki lifa. Rótin undir öllu þessu var upphaflega sökn-
uðurinn eftir hana, sem hann hafði unnað mest og aldrei
getað gleymt. Samtíðarmaður Jónasar Hailgrímssonar í
Höfn sagði mér, þegar ég var þar, að Jónas hefði séð
Kristjönu á götu og þá gengið heim til sín, hryggur inn
í hjartarætur og kveðið þá »Man ég þig mey«. Seinasta
vísan lýsir ástandi hans og seiðir sig inn í meðvitund
lesandans: Styð ég mig að steini, | stirðnar tunga | blaktir
önd í brjósti. — Kvæðið endar samt á því sama sem
það byrjar á: — Eina þreyi ég þig. — Og satt hefir
það verið; hana hefir hann harmað alla daga, og eina þráð.
Indriði Einarsson.