Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Qupperneq 92
286
Rúm og tími.
IÐUNN
að renna um geiminn sjálfstæða braut, án þess að hverfa
burt eða falla til jarðar niður.
Loftslag á Marz. Árið 1924 var jarðstjarnan Marz
svo nálægt jörðu og hagstæð til rannsókna, að slíkt ber
að eins einu sinni við á 200 ára tímabili. Var þá margs-
kyns rannsóknartækjum beitt, í von um að þekking vor
á eðli þessa hnattar yrði eitthvað aukin, og sýna tölur
þessar meðalhita í ýmsum beltum hnattarins, að því er
næst verður komist:
Suðurskaut -i-36—*- 8 stig á C.
Milda beltið syðra -j-15--(-20 — - -
Hitabeltið -(-24—(-15 — - -
Milda beltið nyrðra -(-12—(- 1 — - -
Norðurskaut -^20—-*-32 — - -
Nú er Marz utar en jörðin í sólkerfi voru, og meðal-
fjarlægðir þessara hnatta frá sólu eru í líkum innbyrðis
hlutföllum eins og tölurnar 2:3, en af því leiðir að
meðalhiti á hnöttum þessum ætti að vera í öfugum
hlutföllum við tölur þessar í öðru veldi, eða eins og
9 : 4, svo að Marz fengi tæplega hálfan hita á móts
við jörð vora. Mætti því ætla að kalt væri á Marz og
eigi lífvænlegt, en rannsóknir þessar leiða í Ijós, að þar
muni vera langtum hlýrra en við mætti búast. Ætla
menn einnig, að loft sé þar mjög lítið skýjum hulið og
dagar jafnan heitir en nætur ávalt kaldar, jafnvel um
miðbik hnattarins.
Landslag á Marz þekkist nú orðið töluvert. Hnöttur-
inn virðist gamall og fjöllin slitin og lág eða mikið til
horfin. Höfin virðast stöðuvötn að eins, í einu miklu
meginlandi. Hnötturinn hefir roðablæ, sem ef til vill
kemur af endurskini sólarljóss, frá stórum rauðleitum
eyðisöndum. Skurðirnir svonefndu eru með öllu óráðin