Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Side 93
IÐUNN
Rúm og tími.
287
gáta. Skorfur mun á vatni, en allar líkur eru þó til
þess, að þar séu lífverur nokkrar, en enginn veit á
hvaða stigi þær standa.
Bjartar og daufar stjörnur. Stjörnurnar bera
mjög svo misjafna birtu frá jörð að sjá, og veldur því
mismunandi eðli þeirra og mismunandi fjarlægð. Virðast
stjörnur, að öðru jöfnu, því daufari sem þær eru fjar-
lægari.
Sjarna sú, er mesta birtu ber í raun og veru, sveimar
í Magelhaensskýjum á suðurhimni og er ósýnileg berum
augum, héðan af jörð. Ætla menn að hún beri 500000
falda birtu á við vora scl og sé í 100.000 ljósára fjar-
lægð. Þvílík sól ljómar upp geysilega mikið rúm.
Hins vegar er í sólnasæg Vetrarbrautar mikið til af
mjög daufum stjörnum — eigi að eins að því er virðist
heldur og í raun og veru — en erfitt er að finna þær,
nema þær séu nálægt öss. Eina þessa daufu sól fann
Max Wolf í Heidelberg nú fyrir skömmu, og er hún
svo nálægt sólu vorri, að einar 2 stjörnur eru nær.
Stjarna þessi ber að eins rinmr hluta af birtu sólar
vorrar, eða iirinmnnnnnr hluta af birtu hinnar björtustu
stjörnu, og er með öllu ósýnileg berum augum, þótt
nálæg sé.
Gígurinn í Arizona. Gígur einn í Arizona í
Ameríku hefir um langt skeið dregið að sér athygli
manna, því að hann virðist til orðinn á alt annan hátt
en aðrir gígar, sem þekkjast á jörðunni. Hann er nefndur
The Meteor crater — vígahnattargígurinn, því að sú er
ætlun manna, að vígahnöttur sé orsök hans. Eldgos
hafa naumast átt sér þar stað.
Gígur þessi hefir nýlega verið rannsakaður ítarlega,