Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 101

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 101
IÐUNN Ritsjá. 295 yfir persónur og atburði. Fólkið masar öll ósköp, heilsast með virktum, býður inn, vísar til sætis, ber fram veitingar og talar fjarskann allan um veðrið og heilsufarið. Þetta er náttúrlega alt saman gott og blessað — sem Ijósmyndun af lífinu. En það er ekki mikill skáldskapur. En svo nær höf. sér á strik með lýsing- unni á ofviðrinu, þegar bátarnir farast. Sá kafli er sýnishorn þess, hvernig Hagalín getuv skrifað. Og úr því fer að koma þyngri straumur í söguna, og Iesandinn er á góðum vegi með að lofa gagnrýninni að sofa og láta sfrauminn bera sig þangað, sem verða vill. Þangað til í sögulokin — að alt fer út um þúfur. Því það verður að segjast, að þar fatast höf. allmjög tökin. Nálega alt er þar óeðlilegt og uppskrúfað. Má nefna sem dæmi æsingafundinn á undan atförinni að konsúlnum. Lýsingin á honurn er með slæm- um reyfarablæ, og illa trúi ég því, að þar sé íslenzkum verka- mönnum rétt lýst. Fráleit finst mér og framkoma þeirra Einars konsúls og Ulfhildar gömlu, þá er þau hittast í sögulok. Og engu betri er viðureign konsúlsins og verkamanna, er þeir sækja hann heim. í stuttu máli: í sögulokin missir höf. alveg tökin á huga lesandans, sem leggur bókina frá sér kaldur og ósnortinn með öllu. Það mun margra álit, að höf. hafi að þessu sinni valið sér við- fangsefni, sem hann réði ekki við til fulls. Eg myndi öllu heldur vilja geta þess til, að hann hafi skort tíma eða þraulseigju til að glíma nógu lengi við efnið til þess að ná valdi yfir því. En þrátt fyrir þetta tel ég líklegt, að bókin nái mikilli útbreiðslu og vin- sældum. Mörgum mun þykja hún skemtileg. Og svo hefir hún þann mikla kost að vera ekki í tölu hinna hættulegu bóka. Lestur hennar mun ekki raska sálarró nokkurs manns né svifta hann svefnfriði. Það lætur meira að segja nærri, að það megi lakast að lesa hana meðan maður tekur sér miðdegislúr. En þannig þurfa bækur að vera skrifaðar nú á dögum, ef þær eiga að ná lýðhylli — eftir því sem gáfuðum erlendum rithöfundi sagðist frá fyrir skömmu. Sami: Veður öll válynd. Þæltir að vestan. Rvík 1925. Prent- smiðjan Acta. Frá Ðrennumönnum til „Veður öll válynd" er langt stökk. Svo ólíkar eru þessar bækur, að fyrst í stað er jafnvel erfitt að átta sig á, að hér sé um einn og sama höfund að ræða. En hér — í smásögunum og lýsingunum á fjarðafólkinu vestra — er Haga- lín auðsjáanlega heimakunnur. Þessar persónur þekkir hann út og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.