Hlín. - 01.10.1902, Page 4
4
Eíns og vítanlegt er, er nýmjólk ákaflega mismun-
andi fitu-mikil (smérmikil), og jafnframt mismunandi að
hlutföllum annara efna, er hún inniheldur, (Sjá Hlin
bls. 24 I. hefti). En eðlisþyngd nýmjólkur er 1030 —1036
eftir því hve mikið hún inniheldur af föstum efnum i
hlutfalli við vatnið og fituna. Pöstu efnin, en ekki fitan,
auka eðiisþyngdina, en fitan dregur úr henni. Fitu-mikil
mjólk hefir litla eðlisþyngd, en undanrenning hefir mikla
eðlisþyngd. Köld mjólk hefir meiri eðlisþyngd en heit
mjólk. Köld mjólk er þéttari, fyrirferðarminni, þyngri
í sér en heit mjolk, með öðrum orðum: Köld
mjólk er þykkari en heit mjólk. — Að hita upp ný-
mjólkina, áður en hún er sett eða látin í skilvinduna, —
ef hún ann&rs hefir kólnað til muna — er til þess, að
gera hana þynnri svo að fitu-agnirnar eigi auðveldara
með að komast upp á yfirborðið.
Eins og að framan er sagt, eru það fitu-agnirnar er
mynda; rjómann, og að ná þeim ollum úr mjólkinni er
astlunarverk smérgerðarmannsins. Yér höfum þegar séð,
að þær eru of smáar til þess að auðið sé að sía þær
úr mjólkinni með hinni smágjörðustu síu. Tvær aðferðir
eru til að ná þeim, hin „náttúrlega" og hin afl
fræðilega. Hin svo kallaða „náttúrlega" aðferð, sem er
gamla aðferðin, er fólgin í því, að veita fitu-ögnunum
tíma til að komast upp á yfirborðið fyrir áhrif þyngdar-
innar án verklegrar tilhlutunar. Sé mjólkin látin standa
nógu lengi hreyfingarlaus, þá koma fitu-agnirnar flestar
upp á yfirborðið smámsaman, af því að þær eru að mun
léttari en vökvi sá er þær fljóta í, og jafnframt dragast
hin þyngri efni mjólkurinnar niður á við, fyrir afl þyngd-
arinnar.
Yið aflfrœðilegu aðferðina, er miðflótta-aflinu beitt
i samvinnu við þyngdaraflið með verkfæri því eða vél,