Hlín. - 01.10.1902, Page 6
6
Þegar gamla aðferðin er við höfð, að setja mjólk-
ina, þá ríður mikið á allri mögulegri nákvæmni, til
þess að sem flestar fitu-agnirnar náist upp á yfirborð
mjólkurinnar, og það á sem allra skemmstum tíma að
hægt er. Það er t. d. skaðlegur vani, að láta mjólkina
standa og kólna í fötunni eftir að búið er að mjólka.
Hversu lítil stund sem það er, og á hvern hátt sem rjóm-
anum er náð, þá er nokkurt sméi'tap sjálfsögð afleiðing.
Strax og búið er að mjólka, skal sía mjólkina vandlega,
og setja síðan eða aðskilja, áður en hún kólnar. Þegar
mjólkin er sett, má hún ekki vera kaldari en 33 stig á
Celsius (90 gr. á Far.), en nokkrum st. meir er þó enn
betra. ílátið með hinni voigu mjólk skal svo helzt
setja ofan í ísvatn, er sé 4 st. a C. (40 gr. Far.) eða
kaldara en það.
2. Heilnœmi mjolkur.
Heilnæmi mjólkurinnar er undir því komið að kýrin
sé heilbrigð, og þvi jafnframt, að mjólkin sé svo hrein-
lega og varkárlega meðfarin, að hún dragi í sig sem
minst 'að hægt er af sóttnæmum líftegundum (bucteria)
úr loftinu, og öðrum óhreinindum. Nýmjólk er álitin
vera allra fæðutegunda skæðust með það, að draga að
sér allskonar slíkar lífagnir úr loftinu, og því næmari er
hún í því efni, því nýrri og ferskari sem hún er. Og
vegna þess er meðhöndlun mjólkur háð, að meiru eða
minna leyti, strangri umsjón og eftirliti af hálfu lögreglu-
valdsins nú á tímum í flestum „siðuðum" löndum, jafn-
vel fremur en meðhöndlun annara fæðutegunda. í mjólk
úr heilbrigðum kúm eru iqjprunalega engar slíkar líf-
agnir, en sú mjólk, sem eftir verður í spenunum þegar
mjólkað er, getur þó dregið í sig mikinn sæg af þeim,
og um það leyti sem búið er að mjólka, geta verið