Hlín. - 01.10.1902, Side 7
7
komnar fleiri miljónir af líí'ögnum þessum í fötuna vir
loftinu umhverfis, þótt engin mjólk hafi verið skilin
eftir í spenunum næst áður, er því hefðí getað valdið,
og það jafnvel þótt tiltölulega „hreinlega" liafi verið að
öllu farið, því að loftið er alstaðar meira eða minna fult
af einhverjum tegundum þessara undarlegu lifandi smá-
agna; en það er að því skapi meira af hinum skæðari
tegundum þeirra, því óhreinna eða mengaðra sem loftið
er. Sumar þessara lífagna, sem þannig umkringja mss
alstaðar, eru álítnar að vera heilnæmar fyrir mann-
legan líkama; sumar þar á móti hættulegar, en
nokkuð mismunandi eftir því, hve líkaminn er veikur fyrir
áhrifum þeirra.
Til þess að eyðileggja allar hinar margs konar tegundir
af saknæmum lífögnum, sem mjólkin kann að hafa dregið
í sig á óhreinum stöðum (við mjaltirnar o. v.), þa er álitið
nauðsynlegt að sjóða (flóa) eða hita alla mjólk á einhvern
hátt, áður en hennar er neytt. — En allra helzt kvað
það vera áríðandi fyrir ung börn. — En af því, að enn
er ekki fundið ráð til þess að ná rjóma úr soðinni mjólk
til smérgerðar, þá er sú mjólk, sem nota. á til smér-
gerðar (eða rjórninn úr henni), hituð upp í tiltekið
hita stig, áður en framleidd er hin nauðsynlega sýra í
henni, til þess með því að eyðileggja saknæmar líf-
agnir í henni, er annars mundu margfaidast og þrosk-
ast ákaflega, meðan á sýringu rjómans stendur, og or-
saka, auk hættunnar, óreglulega sýringu í rjómanum, og
þar af leiðandi óþægilega lykt og bragð að smérinu, En
nú af því, að nauðsynlegt þykir að sýra rjómann til
smérgerðarinnar, þar er það eykur smérið og gerir það
bragðbetra og útgengilegra, sé það gert á réttan hátt
og hæfilega mikið, þá er framleidd súrgerð írjómanum,
vanalega eftir vissum reglum, aðallega með vissri teg-