Hlín. - 01.10.1902, Page 9
9
leg mjalta-aðferð, i engu betri eða þægilegri, en er við-
bjóðs?e<7W, og hættulegri en hin aöferöin, að mjólka
með þrýstingi, enda held eg að sú mjaltaaðferð, að
strjúka eða toga mjólkina niður úr spenannm, þekkist
nú á tímum hvergi sem gild og góð, nema hór á fs-
landi. En með það er mjög nauðsynlegt að breyta til,
sem svo margt annað, og það sem fyrst.
Síið mjólkina vandlega undir eins og búið er að
mjólka. Að láta vel og vingjamlega að mjólkurkúm er
nauðsynlegt, svo að þeim líði sem bezt, þá „selja“ þær
því betur, því þær eru viðkvæmar, og elska frið og næði,
og því viðkvæman því betur sem þær mjólka. Allar
skepnur þurfa að hafa salt, og einnig og ekki sízt mjólk-
urkýr. Bezt þykir að láta ílát með salti í standa í
báshorninu öðrumegin eða öðrum vissum stað, þar sem
kýrin getur gengið að því þegar hún vill, og mun hún
þá, þegar hún venst því, ekki neyta, þess nema eftir
þörfum.
Varast skal að hafa of heitt i fjósum. Nauðsynlegt
er að fjós sóu rúmgóð, há undir þak, og með nægri
birtu, og svo hreinleg að öllu leyti sem auðið er. Að
moka flórinn, eða að hreyfa við nokkrum óhreinindum
í fjósinu, meðan verið er að mjólka, má undir engum
kringumstæðum eiga sér stað. Nauðsynlegt er að hleypa
sem iðulegast sem mestu af hreinu, svölu lofti utan frá
inn í fjósin daglega.
4. Notkun skilvindunnar.
Þegar skilvinda er við höfð til að ná rjóma úr mjólk,
skal mjólkin síuð vel í vélina, og svo aðskilin, helzt
undir eins og búið er að mjólka, en sé þess ekki auð-
veldlega kostur, þá skal velgja nokkuð af henni upp og
blanda svo saman; eður að blanda hana nreð alt að ‘/ío