Hlín. - 01.10.1902, Qupperneq 11
11
xneð þvi ab þá má auka innrensli mjðlkurinnar talsvert að
skaðlausu.
Á vetrum, eða þegar kalt veður er, þarf mjólkin
að vera heitari í skilvinduna, og rjóminn í strokkinn
sömuleiðis, — heldur en þegar heitt er í veðri. En
sá hitamunur þarf að vera tempraður í hlutfalh við
lofthitann. — Þar sem hér er talað um mjólkurhita, ótil-
tekið fyrir allar árstíðir, þá er átt við meðalhita að sumr-
inu til, þegar hlýtt er í veðri.
Skilvindan á ekki að skilja eftirmeiraen x/500 — Vsoo
af smérinu í undanrenningunni, sé vélinni rétt unnið.
= Það er: 0,20—0,33°/0-
Skilvindan þarf að standa a vei stöðugum bekk eða
borði, og helzt þar sem loftið er vel hreint, í björtu,
hreinlegu, rakalaum húsi. Hún má ekki haliast á neinn
veg hið allra minsta. Vandlega þarf að gæta þess æfin-
lega, en einna helzt í byrjuninni, að allir núningspartar
vélarinnar séu vel hreinir og í sínum réttu stellingum,
og að þeir séu allir vel olíubornir. Þegar byrjað er að
aðskilja, þarf fyrst að fá hæfilegan hraða; til þess þarf
2—5 mínútur, eftir því, hve mikill hraðinn er, og því,
hve stór vélin er. Þá skal hella svo miklu volgu vatni
í vélina, — en fyr ekki, — sem þarf til að fylla skilkúp-
una rúmlega. Þá er kraninn opnaður og mjólkin, sem
áður er kornin í mjólkurhylkið, látin renna ofan í vél-
ina strax á eftir volga vatninu; heldur mjólkin þá áfram
að renna þar til búið er. Þegar búið er að aðskilja í
hvert sinn, skal hella volgu vatni í mjólkurhylkið, nógu
miklu til að fylla kúpuna tvisvar sinnum; það vatn skal
svo renna hindrunarlaust á eftir mjólkinni ofan í vélina,
er þá útrýmir nál. öllúm rjóma- og mjólkurleifum, er eftir
voru í kúpunni og pípunum. Áriðandi er að hraðinn
á vélinni sé ekki of lítill, þvi þá tapast smér; mikið of