Hlín. - 01.10.1902, Síða 26
2b'
með tfflítí tíl þessr hve lengi það er geymt áður en það
kemst á markaðiun, og þess, í hve litlum eða miklum
hita það er geymt. f þessu efni, sem öðru er að smér-
gerð lýtur, er afar áríðandi að reyna að geðjast við-
skiftavinum sínum, og kyhnast þörfum og kröfum þeirra,.
því það tryggir manni stöðug og arðsöm viðskifti við þá.
í Amrefku er almennast að láta 3/4 til 1 punds af salti
i hver 16 pund af sméri til útflutnings. En hér á landil
mun það vera heldur mikil söltun, hæði vegna þess að
loftslagið er hér svo mikið kaldara eri þar að sumrinu
ti.1, sem er aðal smórgerðartíminn þar í landl; og svo-
er flutningur smérsins þaðan til markaðarins (Bretlands)
margfalt lengri en héðan. Bretland er einmitt aðal smér-
markaðurinn, sem vér íslendingar höfum ástæðu til að
treysta á i framtíðinni. Og eftir bréflegum upplýsing-
um, sem eg hefl fengið frá smérverzlunar félögum á Bret-
landi mí í ár, þá er hæflleg smérsöltun fyrir Brezku
markaðina 3°/9 — eða 3 kvint af salti í hvert 1 pund
af sméri. — Og sé smérið mjög gott og vandað, þá
þarf ekki nema 2°/0 ' ef það kemst fljótlega á mark-
aðinn.
Mjög er áríðandi að salt það, sem haft er í smór,
sé vel hreint og gott; annars getur það skemt smérið.
Það munar minstu, hvað það kostar, en hitt er áríð-
andi, að það sé gott og hreint. Áður en saltið er notað,
ættu menn að reyna gildi þess á þann hátt sem hér segir:
Leys fáein lóð af salti upp í 1 potti af soðnu og hreinu
vatni; hrist það nokkrum sinnum ákaft með nokkru
millibili; lát það síðan standa hreyftngarlaust 1 klukku-
stund. Ef svo ekkert grugg sezt uudir það á þessum
tíma, er það viðunanleg sönnun fyrir því að saltið sé
hreint. En setjist hið rninsta grugg undir það, er það
óhreint, og ætti þá ekki að notast, hversu ódýrt sem