Hlín. - 01.10.1902, Qupperneq 34
34
'TJtvegið yður sem allra fyrst að hægt er skilvindu,
og heJzt þá vönduðustu sem hægt er að fá, og jafnframt
öJl nauðsynleg tilheyrandi áhöld, og búið til sem allra
mest af vönduðu, verðháu sméri til útsöJu. Munið, að
smér er sœlqætisvara, sem er í of-hau verði til þess að
eyða því að óþörfu tiJ fóðurs fyrir menn eða skepnur.
Og athugið, að kringumstæður yðar alment leyfa yður
ekki að hafna þeim ái-stekjum, sem þér hafið kost á að
hafa fyrir smérið, er til fellst í mjólkinrii sem þér fram-
leiðið. Ef yður byðist 5—6 aurar í peningum út í
hönd strax fyrir smórið, sem er í hverjum nýmjólkur-
potti, sem kemur daglega úr kúnum yðar, þá er eg viss
um að þór munduð ekki hafna því boði, með því að
það gæfi yður þó 12 —15 krónur um mánuðinn fyrir
smérið úr hverri einni kú, sem gæfi. t. d. 8 potta af
mjólk daglega. — En nú er tækifæri til að fá þetta eða
vel það, ékki daglega útborgað beinlínis, heldur sjaldn-
ar útborgað og þá þeim mun stærri upphæðir í einu.
— Og því minna sem búið yðar er, því síður megið
þór hafna þeim tekjum, er það getur gefið af sér.
Alið upp alla kálfa, það er eins sjálfsagt eins og að
ala upp lömbin, og gefið kálfunum vel, en gefið þeim
ekki nýmjölk, nema að eins fyrstu vikuna og þá bland-
aða annari mjólk; bætið þeim heldur upp smérfituna,
sem þeir misea í nýmjóJkinni, með svolitlu af mélhrati,
káli, rófum eða heyseyði, það dugar kálfunum eins vel
í öllu falli, og kostar mikið minna en smérfitan.
Hafið sem flestar síðbæj-ur að hentugleikar leyfa;
þá fáið þér meira smér yfir sumartímann, meðan hægt
er að koma því mánaðarlega á markaðinn. Hafið svo
margar kýr sem hægt er, alt að helmingi fleiri en
hægt er að fóðra á tómri töðu. Á sumrin er fóðrið ó-
dýrt og því er áríðandi að hafa þess sem mest not.