Hlín. - 01.10.1902, Blaðsíða 38
Um garðyrkju.
Eftir
Jóhannes L. L. Jóhannsson.
gjffe.NGIN grein jarðræktarinnar á þessu landi borgar
sig svo vel sem garðyrkjan, en vel að merkja þó með
því móti, að görðunum só á allan hátt sómi sýndur og
þeir vel hirtir i hverju einu. Það er nefnilega sann-
reynt, að garðyrkjan borgar sig bezt með ákafri ræktun,
en er eigi nema til skaða og skammar, sé sáðlendið illa
hirt. Sjálfur er eg mikill garðyrkjuvinur, en þó hefi eg
oft óskað að þarna væri enginn matjurtagarður, þegar
ég kom á bæi og sá þar illa hirta garða, því þá gjöra
þeir. meira ógagn en gagn. Mönnum er, að vonum, svo
eðlilegt að byggja skoðanir sínar á eigin reynslu sinni;
en nú hafa þeir menn sem vanhirða garðana sína reynslu
fyrir því að þar sprettur illa og missa svo alla trú
á nytsemi garðyrkjunnar, og það er mesta tjónið. Pólk
kennir þá loftslagi og jarðvegi um það, sem er beint
sjáifu því að kenna, því eftir vitnisburði margra ágætra
garðyrkjumanna víðs vegar um land fyrr og síðar, má
á ílestum stöðum stunda garðyrkju með góðum árangri,
ef rétt er að farið. Þetta er einnig sannfæring mín
og hún styðst við eigin reynd og eftirtekt mína. Sé
garðurinn þar á móti áburðarlaus, kafinn í illgresi, ofþétt
í hann sett, með slæmum eða rökum jarðvegi og ónýt
girðing um hann, þá er engin von að góð uppskóra fá-