Hlín. - 01.10.1902, Qupperneq 47
47
í sambandi við vormorgundýrðina skulurn vér nú
taka mynd af jörðunni í sumarblóma sínum. Þá verða
fyrst fyrir oss risavaxnir fjallahryggir, skruðbúnir dalir,
gnæfandi jöklar, fagrar sléttur og hávaxinn skógur, sem
teygir limið í loft upp eins hátt og hann getur, eins og
hann vilji hlaupa móti sólargeislunum og segja þa vel-
komna. Árnar liðast niður dalina þyrstar í að sanrlaga
sig höfunum og flytja þeim anganina og ilminn úr dala
paradísinni. Lindirnar sytra svo tærar og hjala við blóm-
in á bökkum sínum. Smágerður úði þyrlast niður að
hinni svölu tæru lind.
Dýrin eru á ferli og prísa gnægðina og frjómagnið,
fuglarnir heilsa oss með lofsöngvum; rómurinn þeirra
og hver vængjasveifla lýsir ánægju yflr sólu vorsins.
Alt er gegnumsóSað af lífsgnægð og fjöri. Hví
skyldi þá maðurinn, konungur og herra jarðarinnar, standa
hijóður, blindur, tilflrmingasijór og hugsunarlaus yfij-
því sem gerist í kringum hann? Það er honum ósam-
boðið, og eg vona að að eins örfáa einstakiinga megi
flnna í slíku ástandi.
Nú ef vér tökum landið vort til íhugunar, þetta
kalda land norður við íshaf, — norður undir pól, hug-
leiðum það á þeirn tima, sem það er kalt, freðið,
snjódrifið og kiakarunnið, á þeim tíma sem bændurnir
hata, — nefnilega vetrartímanum, tímanum, sem legg-
ur blómin að banabeði sínum, rekur fuglana á flótta og
breytir hinum bjarta degi í niðdimma nótt. —
Og jafnvel þá, leynir fegurðin sér hvergi heldur. —
Hún er til, einungis áð vér höfum opin augun fyrir
henni, að eins ef sálir vorar geta tekið á móti geislum
fegurðarinnar.
Hver vill neita því, að jöklarnir séu fagrir á sinn
hátt og tignarlegir, þar sem þeir standa gnæfir, horfandi