Hlín. - 01.10.1902, Qupperneq 55
55
hvert ljóskér, sem nefndum Játvarði Hennings og yfir-
vcldunum kaémi saman um að setja. Samkvæmt uppá-
stungu Hennings, mælti einkaleyfið með því að setja
ljósker á 10. hvert hús og skyldi ljós loga þar á nóttu
hverri frá Mikjálsmessu til Máríumessu, frá kl. 6' ufn
kveldið til kl. 12 um nóttina. “
Játvarður Hennings fjekk einnig boð um að koma
á endurbót þessari, fyrst á hinum betri götum, og því
næst smátt og smátt um allan bæinn.
„Jæja, frændi, hvað segir þú?“ spurði Játvarður.
„Jeg segi það eitt, að þjófar og ræningjar geta þó
stundum verið nytsamir menn fyrir mannfélagið; “ svar-
aði bóndi hlægjandi, „en eg óska þér hjartanlega til
hamingju, drengur ininn."
„Oskaðu oss báðum tii hamingju,“ sagði Játvarður
um leið og hann tók Kötu í fang sér.
„Eins og þér þóknast, og brúðkaup yðar á að standa
sama dag, sem þú kveikir á fyrsta ljóskerinu. Eroð
þið ánægð með það?“
„Bezti frændi, góði pabbi!“ gall við frá hinum ungu,
og gamli maðurinn var nálega ryfinn niður af stól þeim,
er hann sat á, af gleðilátum þeirra.
„Látum það nú gott heita“, mælt bóndinn, en að
Játvarði hvíslaði hann: „Eg hefi nokkuð að segja þér
og ávíta þig fyrir, drengur minn“.
Ef þú einhvern tíma skyldir finna hvöt hjá þér, til
þess að frelsa vesalings meðbróður þinn úr ræningja-
höndum, þá máttu ekki berja svo fast, að menn margar
vikur beri merki hinna tröllauknu krafta þinna. Það er
annars ósköp að hugsa sér, hvað faðir verður að leggja
að sér til þess að dóttir hans geti fengið sér mann.“
„Þegar fer að loga á lömpunum mínum, þá kemur
slíkt ekki framar fyrir,“ ságði Játvarður.