Hlín. - 01.10.1902, Síða 62
fjölda skípa. Lengra til vesturs blasir við Seltj'amarnesið,
með snotrum býlum og inngirtum, ræktuðum túnum
hér og hvar, og fram undan því, opið hafið (Faxaflói).
Lítið eitt norðar, (í norðvestur) getur að líta Snæfells-
jökul, þar sem hann stendur eins og umflotinn og ein-
stakur út við sjóndeildarhringinn, og skamt austur frá
honum, óslitinn snækrýndan fjallgarðinn er Iiggur eftir
Snæfellsnessýslunni endilangri. Þá taka við nálægari,
einstök og snjólaus og fögur fjöll hvert af öðru, í norð-
nr og norðausturátt; fyrst Skógafjall fremst og fjærst,
þá Aki-afjall, og framundan því Akranes sem nú er orð-
inn all snotur bær, og Ioks Esjan, innst og nærst, og
fram undan henni Kjalarnesið. í sömu átt en nær,
liggja fyrir landi hinar 3 eyar, sem eins og afgirða
Reykjavikurhöfn: Efersey vestast, þá Engey og Yiðey
austast. Frá austri, til suðurs og suðvesturs, eða frá
Esjunni og nærri svo langt sem augað eygir til hafs
þeim megin, myndar óslitinn fjallgarður takmörk sjón-
deildarhringsins, og fram af honum er Garðskaginn. Milli
fjallgarðarins norðan til, og borgarinnar, er Mosfellssveitin í
austurátt; — sú sveit landsins, sem vegna nálægðarinnar
við Rvík hefir meiri velmegunarskilyrði til að bera, en
má ské flest önnur héruð íslands, — en til suðurs
blasir við suðurströnd Seltjarnarnessins, og Iítið eitt fjær
Alftanesið, sem þá lítur út eins og umflotin, alslétt,
fögur, grösug eya með reysulegum býlum.
Þessi bláberu snjólausu fjöll, sem þannig um kringja
Reykjavík á 3 vegu, eru öll nógu fjærri, og nógu til-
breytileg í lögun og nógu mismunandi fjarlæg, til þess,
að gera ýtsýnið mikið fegurra og frjálsara og tignar-
legra, en Iíklegt er að það gæti annars verið; þótt út-
sýnið sé einnig að öðruleiti nijög fagurt, þrátt fyrir
hið mikla grjót og gróðurleysi sem alstaðar skiftist á