Hlín. - 01.10.1902, Side 74
74.
landssjóðurinn, hafnarsjóðurinn, kaupmannastéttin í Rvík,
og svo hið danska „Sameinaða gufuskipafélag".
Eins og Reykjavíkurhöfnin er nú, þá er húu borg-
inni og öllu landinu til vanvirðu, í augum útlendinga;
og auk þess er allur vöruflutningur og fólksflutningur,
um borð óg frá borði, alveg óreiknanlega dýr, og
jafnframt beinlínis hættulegur í misjöfnum veðrum, og
í ttlla staði, ávalt mjög óhentugur. Verið getm- að það
borgaði sig betur, að gera við Hafnarfjarðarhöfn, til
skipalegu fyrir Rvík, en að gera við Reykjavíkurhöfn
þá sem nú er; — og sjálfsagt er að pað mundi til að
byrja með kosta mikið minna — en þá mætti til, jafn-
framt að leggja járnbraut, (helzt rafmagnsbraut) milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Eins og fram var tekið hór á undan, er Reykjavík
í vissu tilliti ákafiega framfaramikil borg, og er það út
af fyrir sig mikilsvert. En þó verð eg að játa,
að eg álít vöxt borgarinnar óeðliJega mikinn, —
virkilegan ofvöxt — þegar allar ástæður eru teknar til
greina; sem sé, vöntun atvjnmistofnana og iðnaðarstofn-
ana í borginni, og framleiðsluskorturinn og vinnufólks-
eklan, sem er enn á öllu landinu, utan Rvíkur. Nú sem
stendur, er það þilskipa-útgerðin aðallega, og þar næst
Landsbankinn, sem vöxtur og framför Reykjavíkur stend-
ur á, — það er athugavert. Hvað þilskipa-útgerðina
snertir, þá er hún í stöðugri stórkostlega vaxandi fram-
för, og fiytur hún á laud ógrynni fjár, að heita má, ár-
lega, og veitir góða atvinnu miklum fjölda manna, á
sjó og landi, vetur og sumar. Það er óskandi og enda
iíklegt, að þilskipa-útgerðin borgi sig framvegis sem
hingað til, fremur vel í flestum árum; og undir því er
líka mikið komið fyrir Rvík og alt landið, meðan allir
aðrir atvinnuvegir hér, eru í líku ástandi og þeir eru