Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 10

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 10
104 KIRKJURITIÐ fyrir myndir sögunnar heldur samtíðarinnar líka. Keppi- kefli hans eru vettvangur dagsins. Það hefir löngum verið glæsilegt tilboð: Allt þetta mun ég gefa þér.--Þar er og hefir að jafnaði verið slegið á hina mannlegustu af öll- um mannlegum strengjum. Og lítum við þá ekki stundum á skilyrðið, sem sett var með þessu glæsilega tilboði sem hreinustu smámuni? Það er erfitt að umskapa hin mannlegu viðhorf til verð- mætanna. Mér er minnisstæð frásögn um bónda einn norður í landi, er ég heyrði í bernsku. Því var fieygt sem dæmi um sérvizku hans og hjárænuhátt, að sumardag einn, þeg- ar sól skein í heiði eftir óþurrkakafla, lá taðan óhreyfð á túninu hjá honum, en bækurnar sínar bar hann út í varpann til þess að viðra þær og bjarga frá skemmdum vegna ryks og raka í lágreistum híbýlum sínum. Mér hef- ur stundum orðið hugsað til þessa íslenzka bónda nú á þessum dögum búhyggindanna, þegar flestar athafnir eru fyrst og fremst metnar á mælikvarða fjárhagslegs afrakst- m’s. 1 þessu atferli sínu, sem gekk svona algerlega á snið við hugsanastraum almennings og varð jafnvel skopsefni, sýndi hann mat á verðmætum frábrugðið því venjulega. Þetta er þó ekki neitt dæmi um þá trúmennsku í smáu og stóru, sem Jesús talar um. En mér finnst þó þetta við- horf til verðmætanna rísa á þeim grundvelli í manninum sjálfum, sem sú trúmennska og þegnskapur við guðsríkis- hugsjónina verður að byggjast á, en það er að gera ekki að fyrsta keppikeflinu þau verðmæti, sem líkamleg þæg- indi verða keypt fyrir. Við getum ekki þjónað Guði og mammon. Er ekki það, sem okkur vantar fyrst og fremst, þessi skýra vitund um ráðsmannsstöðu okkar, sem brýnir til einlægrar trúmennsku í öllum hlutum? Stundum grípur mig sú hugsun við fréttir blaða og útvarps, að meðal okk- ar sé efst á baugi sú hugsun, að fyrir okkur velti allt á útkomu síldarútgerðarinnar. En sé svo, að sú hugsun sé

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.