Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 12
Við útför
sércr Guðmundar Einarssonar, prófasts.
Nú kveðjum vér þann með klökkum brag,
sem Kristi var starfsþegn mætur.
Um Mosfell er allt svo autt í dag,
því ástvin sinn byggðin grætur,
þó sefar það harm við sólarlag
að sól er að baki nætur.
Þig blessar svo mörg vor hugsun hljóð,
er hefjum vér kveðjubraginn.
Hér skilur þú eftir sólskinssjóð,
þótt svalt sé og bleikur haginn.
Þín sveit man, að bæn þín sönn og góð
bar sorgirnar út í daginn.
Á jörðu var æðst þín auðlegð sú
að eiga þinn herra að vini,
og hvísl hans í blænum heyrðir þú
og hróp hans í stormsins dyni.
Þitt hjarta var eitt í helgri trú
með himinsins fagra skini.
Þitt starf var að breiða út blessun þá,
sem bætir úr raunahögum.
Og Guðsþjónsins líf mun geislum strá
og geymast í fólksins sögum,
sé góðmannlegt fas og göfgi há
hans guðspjall á virkum dögum.
Þín trú var sem himinn hár og skær
í heillandi fegurð sinni,
sem byggðirnar faðmar fjær og nær,