Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 15
GUÐMUNDUR EINARSSON
109
minni, mundi ekki einu sinni, hvert hann átti að fara til að
komast heim til sín. Þó var það tvennt sem hann mundi:
„Faðir vor, þú sem ert á himnum“ og „Jesús Kristur".
Þegar allt annað fjaraði frá, varð þetta eftir, dýrasta
reynsla langrar æfi, og lifandi von út yfir gröf og dauða.
,,Ég hefi góða heimvon," mælti Jón Vídalin á deyjanda
degi. Hið sama gat séra Guðmundur sagt flestum fremur,
sem ég hefi þekkt. Hann talaði líka alltaf um dauðann eins
og góðan vin. Við getum ekki annað en saknað samvist-
anna við þennan ágæta og ástúðlega mann. En við sam-
fögnum honum engu að síður yfir heimkomunni, þökkum
honum glaðir bróðurarfinn, er hann lét okkur eftir, og
geymum hans til styrktar því málefni, sem við vitum
bezt og helgast í heimi.
Ásmundur Guðmundsson.