Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 18

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 18
Séra Guðmundur Einarsson, prófastur. Fæddur 8. sept. 1877. — Dáinn 8. febr. 1948. Páll postuli ritar vini sínum á þessa leið: „Þakkir gjöri ég Guði, er ég rifja upp fyrir mér hina hræsnislausu trú hjá þér, er fyrst bjó í Lóis ömmu þinni og Evnike móður þinni, og ég er sannfærður um, að líka býr í þér.“ Þessi orð hafa oft verið í huga mínum, er ég hefi verið með séra Guðmundi Einars- syni. Ég þakka Guði, er ég minnist þessa vinar, og ég gleðst yfir því, að hjá honum fann ég hina hræsnislausu trú. Hafi nokkuð verið Guð- mundi fjarlægt, þá var það hræsnin. Séra Guðmundur kom alltaf til dyranna, eins og hann var klæddur. Hon- um hefði aldrei komið til hugar að játa þá trú, sem hann átti ekki. En þegar trú- in var orðin eign hjartans, hefði það verið honum mjög óeðlilegt að þegja um það bezta, sem hann þekkti. Það er stundum talað um káldan rétttrúnað og kálda játningu. Þessi kuldi á engan rétt á sér. En hvers vegna er ekki talað um heiVa trú og heita játn- ingu? Það hlýtur að hitna út frá því, sem brennur. Séra Guðmundur var rétttrúaður. En hin rétta trú var um leið hin heita trú. Það muna allir, að þegar hann talaði um þau mál, var honum heitt innanbrjósts. Séra G.iömundur Einarsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.