Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 29

Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 29
SÉRA ÁRNI ÞÓRARINSSON 123 fyrir gýg. Mun það líka almennt viðurkennt, að presta- stéttin hafi jafnan reynzt þjóðnýt, þó að e. t. v. sé hægt að benda á undantekningar. Séra Árni taldist ekki til þessara undantekninga. Þó var honum sumt til foráttu fundið í heitri baráttu um dægur- mál. En það var ekki af því að hann væri neinn veifiskati, heldur þvert á móti. Gat þá andstæðingum hans sárnað harðfylgi hans og dugnaður um allt það, er honum fannst máli skipta. Hitt duldist engum, enda almennt viðurkennt, að sem kennimaður stæði hann í fremstu röð þessa lands. Það má því hiklaust fullyrða, að séra Árni hafi sem sóknarprestur fundið það verksvið, er honum var mest að skapi og samboðið hæfileikum hans. Þar buðust honum fjölbreytt viðfangsefni, sem gerðu dag hvern að leikandi lífi, og varð því aldrei kalt né kyrrt í kringum hann. Alls staðar og ávallt var hann aufúsugestur, og þótti það jafnan mikill viðburður, er séra Árna bar að garði, en það er oft í frásögur fært. Var hann þá allt í senn, skemmtandi, fræðandi og áminnandi, á þann hátt, sem hæfileikamann- inum er einum lagið. Þegar hann skemmti, átti hann þá kímni, sem kom öllum í gott skap. Þegar hann fræddi, birtist lærdómur hans í sagnfræði og ættvísi, kryddaður miklu mannviti og mannþekkingu. En þegar hann áminnti, var það alvörutrúmaðurinn, sem mælti af tilfinningarhita og sannfæringarþrótti. Séra Árni gerði sér mikið far um að kynnast sóknar- börnum sínum. Var hann í margmenni hrókur alls fagn- aðar, og þó öllu vel í hóf stillt. Helzt vildi hann vera í næði og tala við menn undir fjögur augu. Átti hann óvenju mikla samtalshæfileika, og var þá líka málkynngi hans og málfegurð viðbrugðið. Hvort sem var í viðræðum eða prédikunarstól, orðaði hann allt svo vel, að ekki var unnt að misskilja hann. Sálgæzluhæfileika hafði hann þá einnig mikla, og með barnslegri einlægni sinni og ástúð komst hann nær öðrum en mörgum er gefið. Hann var boðinn og búinn til hjálpar þeim, sem bágt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.