Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 36

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 36
130 KIRKJURITIÐ Og langdegið með Ijóssins geislaorku nú lífi bætir skammdegisins korku. — Þér fóstra lífs, ó, Ijóssins móðir sól, sé lof og dýrð, og flutt frá pól að pól. Sigurður Jónsson. Arnarvatni. Björgunin við Látrabjarg. Dásamleg var björgunin við Látrabjarg. Þó var ekki talað um nokkra íþróttamenn, heldur aðeins sjóvana sveitamenn, ég hugsaði um það. Kristur, leiðtogi mannanna í sæld og neyð, stóð á bjargbrúninni fyrir ofan hengiflugið og signdi hvem vað og hvert áhald og stein, sem orðið gat að skaða. Hvert handtak var blessað og yfir öllu vakað. í brimrótinu liggur skipið, allt sýnist vera á föram, en „Alfaðir ræður.“ Hann stendur við stjómvölinn á brotna flekanum og „alvöld mildin og höndin flytur alla að landi.“ Yfir þetta feigðarbjarg leggur birtu. Er það dvínandi dagroði? Nei, það er „Guð, sem horfir svo hýrt og svo bjart, það er hann, sem að andar á myrkrið svart og heilaga ásján hneigir". Svo er allt hljótt, nema aldan hún syngur sinn gamla óð við bjargið í sorg og gleði. Guðbjörg frá Broddanesi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.