Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 39

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 39
EINING AÐ BAKI ÓLÍKUM SKOÐUNUM 133 hverfur, öryggið. Þetta kann að þykja bamalegt, en erum við ekki öll börn í skilningi? Og einmitt bömum í anda hæfir þessi trú á Biblíuna. Það er svo mikið og undursam- legt, einfalt og voldugt þetta: Guð gefur okkur eina bók. Ef við trúum hverju orði hennar og höldum fast við það, þá höfum við allan sannleikann til sáluhjálpar. Engan af- slátt. Engu má sleppa, því að þá getur allt hitt verið farið fyrr en varir. Já, fyrirverðum okkur ekki fyrir að halda okkur beinlínis við bókstaf Biblíunnar. Með þeim hætti er hún okkur öruggt lífsakkeri. Hinn fylkingararmurinn telur Biblíuna volduga trúar- sögu. Hún er það, sem nafn hennar þýðir: Bækur. Margar bækur og ritbrot frá a. m. k. 13—14 öldum, úr gyðingdómi og kristnum dómi. Þessi rit lýsa þróun trúar og siðgæðis allt frá lágu menningarstigi heiðins dóms, fjölgyðistrúar, haturs og hefnigirni, upp í hæðir dýrlegasta trúarþroska og kærleika. Þau eru harla misjöfn að gæðum og gildi, eins og Lúter kenndi þegar fylgjendum sínum. Skoðanir í þeim em ótal margar, svo að aldrei hefir komið fram sér- trúarflokkur, gyðinglegur né kristilegur, að hann hafi ekki talið sig byggja kenningar sínar og kreddur á Biblíunni. Lestur rita Biblíunnar í heild, af hugsun og skilningi, e'r líkur göngu upp svipmikla og tignarlega fjallshlíð. Undir slökkunum að fjailsrótum og upp eftir þeim, á mörkum heiðins dóms og gyðingdóms, má að vonum sjá fúafláka innan um angandi blómabrekkur. En því ofar sem kemur, því unaðslegra og fegurra verður um að litast og sjónar- hringurinn viðari og víðari. Línur fjallsins benda upp að einu marki fjalls á tindinn bjarta. Þar fögur útsjón er. Guðs undradjúp þar sér hið hreina hjarta. —

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.