Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 46

Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 46
140 KIRKJURITIÐ að hún hrindi frá mönnum með siðferðilega dómgreind. Er t. d. í raun og veru unnt að hugsa sér jarðneskan föður, sem segi við brotleg börn: Fyrst verð ég að refsa bróður ykkar alsaklausum fyrir misgerðir ykkar, og svo skal ég fyrirgefa ykkur. Þá fyrst get ég það. Og myndi þá algóður faðir okkar á himnum fara þannig að? En frá jarðneskum föður kennir Jesús okkur að álykta um Guð sjálfan. Sem betur fer er meginþorri kristinna manna vaxinn frá svo vanþroska hugsunum, og úreltar hugmyndir leið- réttast. Því er t. d. nú orðið sjaldan haldið fram, að líkamlegur dauði mannanna sé afleiðing af falli Adams og Evu. Við vitum, að allar jarðneskar lífverur hljóta að deyja — að ekki hallar bláklukkan höfði að moldu sökum syndar- innar. Nei, jafnvel íhaldssömustu prestar tala ekki lengur um dauðann sem syndagjöld heldur eins og vin, ljóssins engil, sendan frá Guði, er hef ji lífið á æðra tilverustig. Það má eygja einingu að baki þessara ólíku skoðana, ef einlægnin er nóg, auðmýkt og umburðarlyndi. Allar skýringar beggja, íhaldssamra og frjálslyndra, á þessu sviði, eru harla veikar og ófullkomnar tilraunir til að lýsa voldugri, leyndardómsfullri staðreynd: Lífið er reist á fórnum — ekki gyðinglegum blóðfórnum Gamla testa- mentisins, en fómum eigi að síður. Af stríði eins og þján- ingu og dauða getur leitt dýrlega blessun fyrir aðra. Og þegar við andvörpum: Sekt mín er stærri en svo, að ég fái borið hana, þá ómar svar innst í hjarta: Vertu hughraustur. Guð, faðir þinn, höfundur alls lífs og allrar tilveru, ber sjálfur þessa byrði með þér og fyrir þig. VI. Að lokum vil ég minnast ofurlítið nánar á eitt enn, sem ég hefi þegar drepið á. En um það mun vera næsta mikill skoðanamunur. Það er kenningin um eilífa útskúfun. Sá ágreiningur er orðinn gamall í kirkjunni. Hefir út- skúfunarkenningin oft birzt í óhugnanlegum myndum allt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.