Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 53

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 53
PETTER DASS 147 kynntist hann og kvæntist nokkrum árum síðar stjúpdóttur prestsins, Margrete Andersdatter. Árið 1673 prestvígðist hann og gerðist aðstoðarprestur í Nesne-sókn, sem einnig er í hinu víðlenda Alstahaug-prestakalli. Bjó hann við sult- arlaun á þessum fyrstu prestskaparárum sínum og átti við mikla fátækt að stríða. Stórum bötnuðu þó kjör hans, er hann varð prestur í Nes- nesókn árið 1681, og þó einkum eftir að hann var skipaður sóknarprestur í Alstahaug-prestakalli átta árum síðar, en Það var víðlendasta og tekjumesta prestakall norðan Dofra- fjalla; voru tekjumar að miklu leyti tíund af fiski (skreið), ar seldur var kaupmönnum í Björgvin. Gerðist Peter Dass nú einnig héraðshöfðingi mikill og athafnamaður norður þar. Hann fór ósjaldan sjálfur með fiskflutningaskútu sinni til Björgvin, og má geta, nærri, að honum hafi verið mikil tilbreyting og andleg hressing að þeim ferðum, því að Björgvin var þá bæði um margt aienningarmiðstöð, og heimsborgarablær eigi lítill á lífinu i þeirri mannmörgu verzlunar- og siglingaborg á þeirra thna mælikvarða. Varð Petter Dass brátt stórauðugur maður, en jafn- framt, að dómi samtíðarinnar, góðgerðasamur mjög og gestrisinn að sama skapi; prestsetur hans var einnig í þjóð- braut á skipaleiðum, rétt við rætur „Sjösystra-tindanna tignarlegu og frægu, og má því geta nærri, hvort eigi hafi °ft gestkvæmt verið á höfðingjasetrinu, og húsráðanda efa- laust vel að skapi, jafn þjóðlegur og hann var og mann- blendinn. Sem dæmi um höfðingsskap hans og örlæti er Það í frásögur fært, að hann hafi á hörðu árunum 1696— Þá er uppskerubrestur varð norðan fjalla í Noregi, gefið fátækum á Hálogalandi kom svo mörg hundruð tunn- um skipti. Á hinn bóginn stóð hann fast á rétti sínum, að skilningi og sið þeirrar tíðar kirkjulegra höfðingja eigi síður en veraldlegra, enda naut hann óskoraðrar virðingar sóknarbarna sinna og varð ástsæll af þeim fyrir margra hluta sakir.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.