Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 57

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 57
PETTER DASS 151 er flug og tilbreytni í lýsingum kvæðaflokksins, samfara léttleika í rími, og bragarhættirnir falla vel að efninu. En alstaðar í kvæðunum er trúarhneigð höfundar og bjargföst guðstrú hans sterk undiralda, og nærtæk verða honum dæmin úr daglega lífinu til uppbyggingar og áminningar. Innihald og efnismeðferð áttu því sameiginlegan þátt i því að afla kvæðaflokki þessum slíkra vinsælda, að fágætt er í norskum bókmenntum, og þá sérstaklega meðal Há- leygja, sem talið hafa sér metnað í því að kunna kvæðin utanbókar og hafa þau með þeim hætti á hraðbergi.' Sjá niá áhrif samtíðarskálda í kvæðum þessum, en beri maður kvæðaflokkinn saman við líklegar fyrirmyndir hans, ber hann af þeim sem gull af eiri um hreinan skáldskap, bæði að raunsæi, hugmyndaflugi og málbúningi; höfundurinn hefir farið sínar eigin götur, með þeim árangri, að þetta fræga verk hans er ,,hold af hans holdi, og blóð af hans blóði.“ Hinn andlegi skáldskapur Petters Dass er eigi síður merkilegur en veraldlegur skáldskapur hans, enda voru andleg Ijóð hans og sálmar drjúgum meiri að vöxtum, en einnig ærið misjöfn að gæðum og varanlegu gildi, svo sem vonlegt var Sérstaklega mikilli útbreiðslu áttu söngvar hans um fræðin(„Katekismus-sange“) að fagna, en þar færði hann í ljóðabúning öll fræði Lúters. Var bók þessi þegar mjög víðlesin um allan Noreg og einnig all útbreidd í Danmörku. Vitað er um eitthvað 30 útgáfur af henni, en fullyrt, að þær hafi verið miklu fleiri, enda eru þau norsk rit teljandi, sem átt hafa slíkri lýðhylli að fagna um tveggja alda skeið. Líta einnig ýmsir svo á, að í þessum sálmum sínum um fræðin nái Petter Dass hæst sem skáld; eitt er víst, að þeir bera langt af flestu öðru í andlegum kveðskap samtíðar- innar. Yfir þeim er sá blær hughreysti og lífsgleði, sem sérkennir önnur ágætustu kvæði höfundarins, samfara hjartahlýju og hugmyndaauði, er óvenjulegt var á þeirri tíð, að ógleymdri rímleikninni. Sálmar þessir voru, eins og nafnið bendir til og höfundurinn tekur fram, einkum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.